fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
433Sport

Hallbera Guðný flutti til Stokkhólms í miðjum COVID faraldri – „Ég finn ekki fyrir aldrinum“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 08:38

Hallbera Guðný. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lífið hefur bara verið nokkuð gott, það er blússandi COVID hérna en það er ekki mikið af takmörkunum í gangi. Maður lifir nokkuð eðlilegu lífi,“ sagð Hallbera Guðný Gísladóttir leikmaður íslenska landsliðsins og AIK í Svíþjóð þegar við ræddum við hana fyrir helgi.

Hallbera sem er 34 ára gömul gekk í raðir AIK í Svíþjóð í vetur og fluttist því búferlum til Stokkhólms. Þar stundar hún knattspyrnu í atvinnumennsku en er einnig í námi, Hallbera hefur verið ein fremsta knattspyrnukona landsins um langt skeið og hefur ekkert gefið eftir þrátt fyrir hækkandi aldur.

Hallbera og liðsfélagar hennar í AIK fá að æfa sína íþrótt alla daga þrátt fyrir fjölda COVID smita, hún fær hálfgerðar martraðir að sjá í hvaða aðstöðu gömlu liðsfélagar hennar í Val eru. Á Íslandi má enginn æfa íþróttir á venjulegan máta vegna COVID.

„Maður fær martraðar flash back þegar maður sér að liðin heima eru komin í útihlaup aftur. Ég er mjög þakklát fyrir að við getum æft, það eru ekki neinar takmarkanir á æfingum hjá okkur,“ sagði Hallbera um stöðu mála.

Meistaranám og atvinnumennska:

Hallbera stundar nám í háskóla í Stokkhólmi, hún segir það góða blöndu að vera í námi og atvinnumennsku.

„Það er voða fínt, það er rosalega gott að geta einbeitt sér meira að fótboltanum. Þegar maður er heima er það stundum 300 prósent álag, núna er ég bara í fótbolta og skóla. Ég er í meistaranámi í markaðssamskiptum, það fer vel saman að vera í fótbolta og námi. Ég ætlaði að vera í staðnámi þegar ég fór út, það er hins vegar allt í fjarnámi. Ég hef ekkert mátt mæta í skólann og það verður ekkert fyrr en næsta haust,“ sagði Hallbera.

AIK eru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni og er búist við að liðið þurfi að berjast fyrir því að halda sæti sínu í deildin. Hallbera er vön toppbaráttu eftir að hafa lengst af spilað með Val og Breiðablik hér á landi.

„Þetta er gott lið og ég myndi halda að þetta lið gæti blandað sér í toppbaráttuna heima, munurinn á því að vera hérna og heima er að allir leikir eru mjög jafnir. Það er stærsti munurinn á því að fara út, ég gerði eins árs samning. Ég klára fyrsta árið í náminu núna og á svo ár eftir, ég tek stöðuna bara þegar tímabilið er búið.“

„Við erum ekki að fara í neina toppbaráttu, þetta er lið sem var að koma upp. Það er verið að vinna með leikmennina sem komu liðinu upp en búið að bæta aðeins í hópinn, til að byrja með verður planið bara að halda sér í deildinni.

„Maður þarf að fara að stilla hugarfarið öðruvísi og undirbúa sig fyrir það að maður er ekki að fara að vinna alla leiki. Ég er mjög spennt fyrir því að spila hérna í Svíþjóð, ég fýla það að þurfa að fara í hvern einasta leik og berjast líf. Þetta er ungt lið.“

Gamla konan í liðinu:

Hallbera er elsti leikmaður liðsins en breytingin í kvennafótbolta hefur verið nokkuð hröð, ekki eru mörg ár síðan að konur voru oftar en ekki hættar í fótbolta fyrir þrítugt.

„Ég er aldursforsetinn, þetta er búið að breytast mjög hratt. Ég man eftir því að vera 25 ára sjálf og þá fannst mér það hlægilegt að ég yrði í fótbolta 34 ára, ég man eftir því að hafa horft á Katrínu Jónsdóttur og hugsað með mér að svona yrði ég ekki. Mér líður eins og ég eigi nóg eftir, það er pressan sem kemur utan frá sem fer inn í hausinn á manni. Maður fer að hugsa að maður sé gömul en líkamlega er ég á fullu pari við yngri leikmenn. Eins og staðan er núna finn ég ekki fyrir aldrinum.“

Hallbera Guðný Gísladóttir. Mynd/Anton Brink

Spennt fyrir því að vinna með Steina:

Hallbera er nú stödd í verkefni með íslenska landsliðinu en liðið leikur tvo æfingaleiki við Ítalíu, um er að ræða fyrstu leikina undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. „Ég er mjög spennt að hitta þetta lið, þetta endaði í katastrófu síðast. Það er mikilvægt að fá hópinn og fá góða leiki gegn Ítalíu,“ sagði Hallbera.

„Ég er mjög spennt fyrir því að vinna með Steina, mér fannst hann frábær í Breiðablik og ég veit að hann á eftir að gera góða hluti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tyllir sér á toppinn sem sá launahæsti – Fær 67 milljónir á viku

Tyllir sér á toppinn sem sá launahæsti – Fær 67 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Alba er þriðja barn þeirra sem fæðist á sama deginum

Alba er þriðja barn þeirra sem fæðist á sama deginum
433Sport
Í gær

Segir Manchester United geta gleymt því að fá Haaland – „Þeir eru ekki nægilega góðir“

Segir Manchester United geta gleymt því að fá Haaland – „Þeir eru ekki nægilega góðir“
433Sport
Í gær

Ljóst að Bayern tekst ekki að bæta met Manchester United

Ljóst að Bayern tekst ekki að bæta met Manchester United