fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Dómarinn hafður að háð og spotti eftir þetta atvik í gær – „Þú getur ekki gert þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 08:16

Atvikið sem mikið hefur verið rætt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City tók á móti Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. Kevin de Bruyne kom heimamönnum yfir á 19. mínútu eftir slæm mistök Can sem leyfði City að sækja hratt og de Bruyne kláraði auðveldlega framhjá Hitz í markinu. Á 38. mínútu var umdeilt atvik þegar Bellingham skoraði mark en dómarinn flautaði aukaspyrnu rétt áður en boltinn fór yfir línuna og VAR mátti því ekki skoða atvikið.

Marco Reus jafnaði metin fyrir Dortmund eftir flotta sókn. Jude Bellingham lagði boltann á norska framherjann Haaland sem átti snilldar sendingu inn fyrir með vinstri á Reus sem kláraði örugglega í netið. Fimm mínútum síðar kom Foden Manchester City aftur yfir eftir laglegan undirbúning de Bruyne og Gundogan. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og City því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn en útivallarmark Dortmund gæti reynst mikilvægt.

Atvik eftir leikinn er það sem flestir ræða, annar af aðstoðardómurum leiksins hljóp til Erling Haaland og bað hann um áritun eftir leik. Ótrúlegt atvik og hefur dómarinn fengið mikla gagnrýni og aðrir gera hreinlega grín að honum.

Atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum