fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Töpuðu 22 milljörðum á síðustu leiktíð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 15:07

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City tapaði 126 milljónum punda á síðustu leiktíð, þetta kemur fram í árskýrslu félagsins sem gerð var opinber í dag.

ESPN fjallar um málið en tapið er að mestu rakið til áhrifa COVID-19 veirunnar á félagið. Manchester City hafði hagnast um 10 milljónir punda árið áður.

Tekjur Manchester City minnkuðu um 11 prósent á milli ára en tapið er rúmir 22 milljarðar íslenskra króna.

City er með besta lið Englands þessa stundina en liðið gæti unnið fernuna á tímabilinu, liðið er nánast búið að vinna deildina, er í úrslitum deildarbikarsins, undanúrslitum enska bikarsins og átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Pep Guardiola stjóri City sagði fyrir helgi að félagið gæti ekki keppt við önnur félög um rándýra leikmann í sumar og ræddi það í samhengi við hugsanlega sölu Borussia Dortmund á Erling Haaland.

Fram kemur í skýrslu City að fjármunir fyrir sölu á Leroy Sane til FC Bayern hafi dregist á langinn vegna veirunnar og útskýrir það hluta af tapinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar