fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
433Sport

Óli Jó um Gary Martin: „Nei, ég segi bara nei“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvíst er hvaða skref enski framherjinn Gary Martin tekur á ferli sínum nú þegar búið er að rifta samningi hans hjá ÍBV. Hann hefur verið orðaður við KA, Stjörnuna, Vestra, Selfoss og Kórdrengi síðasta sólarhringinn.

Á sunnudag vann ÍBV fínan sigur á Reyni Sandgerði í bikarnum, þegar verið var að fagna í klefanum tók Gary Martin upp Snapchat-myndband þar sem sést í nakinn liðsfélaga. Umrætt efni var síðan sent á leikmenn ÍBV sem allir voru staddir í klefanum, leikmaðurinn umræddi sem myndin var tekin af brást illa við og lagði fram kæru á hendur Gary Martin.

Raunveruleikinn í litlu bæjarfélagi í hnotskurn – „Trúi ekki að það sé typpamynda ákvæði“

Málið vakti mikla athygli í gær þegar ÍBV ákvað að reka enska framherjann burt frá félaginu. Hann er ósáttur með málalok en félagið taldi sig þurfa að ganga svona frá málum, agabrotið væri mjög alvarlegt.

Ólafur Jóhannesson sérfræðingur hjá Stöð2 Sport í íslenska boltanum var spurður út í Gary Martin í stúkunni í gær. Ólafur vann með Gary í stuttan tíma árið 2019 en hann rak hann burt frá Val. „Ég þjálfaði hann í stuttan tíma. Ég er mest ánægður með það að þurfa ekki að taka ákvörðun um það að hvort eigi að taka hann í KA eða ekki,“ sagði Ólafur.

Þegar Ólafur var beðinn um að svara hvort Gary Martin myndi nýtast KA. „Nei, ég segi bara nei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Dramatískur sigur Vals í markaleik

Pepsi Max-deild karla: Dramatískur sigur Vals í markaleik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Flóðgáttir opnuðust í seinni hálfleik í Kópavogi – Mikkelsen með þrennu

Pepsi Max-deild karla: Flóðgáttir opnuðust í seinni hálfleik í Kópavogi – Mikkelsen með þrennu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmenn beggja liða mættir á Old Trafford – Svona eru byrjunarliðin

Leikmenn beggja liða mættir á Old Trafford – Svona eru byrjunarliðin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lengjudeild karla: Tíu leikmenn Grindavíkur steinlágu á Akureyri

Lengjudeild karla: Tíu leikmenn Grindavíkur steinlágu á Akureyri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rekinn í janúar en gæti verið að fá stórt starf

Rekinn í janúar en gæti verið að fá stórt starf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar færður frá Tyrklandi – 12 þúsund stuðningsmenn fá að mæta

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar færður frá Tyrklandi – 12 þúsund stuðningsmenn fá að mæta
433Sport
Í gær

Garðbæingar grafa upp gömul ummæli Sölva – Þetta sagði hann fyrir tveimur árum

Garðbæingar grafa upp gömul ummæli Sölva – Þetta sagði hann fyrir tveimur árum
433Sport
Í gær

Sjáðu einkunnir úr leik Fylkis og KR

Sjáðu einkunnir úr leik Fylkis og KR