fbpx
Sunnudagur 16.maí 2021
433Sport

Veskið í Garðabæ hefur fundið fyrir áhrifum veirunnar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efsta deild karla fer af stað á föstudag en heil umferð fer fram um helgina, mótið fer fram viku á eftir áætlun vegna kórónuveirunnar. Íþróttir hafa verið undir miklum takmörkunum síðasta rúma árið og hefur veiran haft áhrif á fjárhag íþróttafélaga.

Þannig hafa áhorfendur varla mátt mæta á leiki og þegar það hefur verið í boði þá hafa sárafáir mátt mæta á völlinn, þetta hefur haft áhrif á fjárhag félaga og minna fé er að sækja hjá styrktaraðilum.

Helgi Hrannar Jónsson formaður meistaraflokssráðs karla hjá Stjörnunni skrifar um þetta á heimasvæði féalgsins. „Covid hefur haft áhrif á fjárhag okkar eins og allra annarra liða en við getum litið stolt til baka og sagt að við höfum axlað þá ábyrgð vel og lagt mikið í sölurnar til þess að halda áfram að fjárfesta í bættri umgjörð og höfum stigið umtalsverð skref í þá átt með kaupum á nýjum tækjum og tólum sem munu koma til með að hjálpa afreksstarfinu að þróast áfram í átt að sjálfbærari hætti,“ skrifar Helgi á heimasvæði Stjörnunnar.

Stjörnunni er spáð um miðja deild en Helgi segir Stjörnuna vera með spennandi lið. „Varðandi sumarið 2021 þá er okkur venju samkvæmt spáð 5-6 sæti en við höfum jafnan afsannað slíkar spár sbr síðasta tímabil þar sem liðið endaði í þriðja sæti. Núna í sumar þá erum við með spennandi blöndu yngri og eldri leikmanna og erum á leið í Evrópukeppni síðar í sumar sem er mikil upplyfting fyrir alla innan félagsins. Af því tilefni verður frumsýndur nýr Evrópu og afmælisbúningur sem á eftir að koma fólki á óvart.“

Helgi segir að Stjarnan hafi verið á toppnum síðustu ár og vilji vera þar áfram. „Stjarnan hefur verið við toppinn í efstu deild í að verða 10 ár í röð og við stefnum ótrauð áfram að því markmiði og teljum okkur eiga fullt erindi í toppbaráttu en til þess að það gangi þarf ýmislegt að gerast og því vil ég fyrir hönd liðsins og stjórnar knspd hvetja ykkur til að verða ykkur út um árskort, mæta á völlinn og hvetja liðið áfram því stuðningur okkar allra er sannarlega mikils virði. Stjarnan hefur verið sér á báti varðandi slíkan stuðning innan úr samfélaginu undanfarin ár og það hefur verið keyrt áfram af Silfurskeiðinni sem er langbesta stuðningsmannasveit landsins. Við hvetjum foreldra iðkenda sérstaklega til að taka þátt og mæta því stemmningin og upplifunin í Garðabæ er fjölskylduskemmtun með áherslu á að byggja upp skemmtilegra samfélag.“

Stjarnan mætir Leikni í fyrsta leik á heimavelli á laugardag.

PEPSI MAX 2021

Kæra Stjörnufólk,

Nú þegar þetta er ritað er fótboltinn að fara á fullt en eins og allir vita þá var…

Posted by Stjarnan FC on Wednesday, 28 April 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sancho aldrei verið bjartsýnni á að klára félagaskiptin

Sancho aldrei verið bjartsýnni á að klára félagaskiptin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Southampton vann falllið Fulham

Southampton vann falllið Fulham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingurinn sem allir í Danmörku þekkja – ,,Elskaður, hataður, aldrei hundsaður“

Íslendingurinn sem allir í Danmörku þekkja – ,,Elskaður, hataður, aldrei hundsaður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Sveinn fullyrðir að talað sé niður til kvenna um allt land

Arnar Sveinn fullyrðir að talað sé niður til kvenna um allt land
433Sport
Í gær

Lengjudeild karla: Fram fór til Eyja og vann tíu leikmenn ÍBV

Lengjudeild karla: Fram fór til Eyja og vann tíu leikmenn ÍBV
433Sport
Í gær

Man Utd ætlar að bjóða í Varane í sumar

Man Utd ætlar að bjóða í Varane í sumar