fbpx
Sunnudagur 16.maí 2021
433Sport

Hætt við æfingaleik vegna ósættis? – ,,Erum hættir við þennan leik, spilum ekki við ykkur“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan og Breiðablik ætluðu að mætast í æfingaleik í gær. Allt kom þó fyrir ekki. Ástæðan er talin vera sú að Stjörnumenn hafi verið ósáttir með það að Blikar hafi viljað ræða við Sölva Snæ Guðbjargarson, leikmann þeirra fyrrnefndu.

Málið var rætt í hlaðvarpsþættinum Dr.Football í gær. Reglurnar á Íslandi eru þannig að þegar leikmenn eiga 6 mánuði eða minna eftir af samning er öðrum liðum heimilt að ræða við þá varðandi hugsanleg félagaskipti að samningi loknum.

,,Breiðablik lét Stjörnuna vita að þeir ætluðu að ræða við Sölva Snæ Guðbjargarson, tengdason Rúnars Páls (Sigmundssonar), þjálfara Stjörnunnar,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í þættinum.

Þetta á að hafa farið illa í menn í Garðabænum.

,,Það fór ekki betur en svo í silfurskeiðarbatteríið að þeir bara ‘erum hættir við þennan leik, spilum ekki við ykkur’, bætti Kristján við.

Sem fyrr segir þá varð ekkert úr þessum æfingaleik. Pepsi Max-deild karla hefst um næstu helgi. Stjarnan tekur á móti Leikni Reykjavík og Blikar taka á móti KR í stórleik.

Þennan þátt Dr.Football má hlusta á í heild sinni hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sancho aldrei verið bjartsýnni á að klára félagaskiptin

Sancho aldrei verið bjartsýnni á að klára félagaskiptin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Southampton vann falllið Fulham

Southampton vann falllið Fulham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingurinn sem allir í Danmörku þekkja – ,,Elskaður, hataður, aldrei hundsaður“

Íslendingurinn sem allir í Danmörku þekkja – ,,Elskaður, hataður, aldrei hundsaður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Sveinn fullyrðir að talað sé niður til kvenna um allt land

Arnar Sveinn fullyrðir að talað sé niður til kvenna um allt land
433Sport
Í gær

Lengjudeild karla: Fram fór til Eyja og vann tíu leikmenn ÍBV

Lengjudeild karla: Fram fór til Eyja og vann tíu leikmenn ÍBV
433Sport
Í gær

Man Utd ætlar að bjóða í Varane í sumar

Man Utd ætlar að bjóða í Varane í sumar