fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Voru hræddir við að brosa – Sat í nokkra klukkutíma eftir að hann var rekinn og hélt áfram

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

José Mourinho, var á mánudag rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Tottenham Hotspur. Gengi Tottenham hefur ekki staðist væntingar á tímabilinu, liðið hefur aðeins náð í einn sigur úr síðustu sex leikjum í öllum keppnum og vonir um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili eru nánast úr sögunni.

Mourinho tók við Tottenham í nóvember árið 2019 eftir að Mauricio Pochettino var sagt upp störfum, ákvörðun sem var umdeild á sínum tíma. Til mikils var ætlast af Mourinho sem hefur verið mjög sigursæll á sínum ferli, hann átti að koma Tottenham upp á næsta stig, vinna titla.

„Hann hefur unnið titla hjá öllum þeim félögum sem hann hefur starfað hjá. Við trúum að hann færi liðinu orku og trú,“ sagði Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham eftir að Mourinho hafði verið ráðinn.

Telegraph fjallar um málið og segir að Mourinho hafi verið rekinn á tveggja tíma fundi með Levy á mánudagsmorgun, hann var klæddur til að stýra æfingu og átti ekki von á uppsögn.

Eftir að hafa verið rekinn sat Mourinho á skrifstofu sinni og ræddi við alla þá sem höfðu áhuga á, hann er sagður hafa sagt nákvæmlega það sem hann var að hugsa.

Mourinho er sagur hafa setið og sagt sannleikann við alla og var það kannski hans stærsti galli í starfi, hann stuðaði leikmenn með orðum sínum í gegnum mánuðina í starfi.

Í frétt Telegraph kemur fram að leikmenn hafi undir það síðasta verið hræddir við að brosa á æfingasvæðinu, óttastjórnun Mourinho var slík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“