fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Hart tekist á í undarlegu viðtali – ,,Við erum aðhlátursefni út af stöðinni þinni“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 17:44

Skjáskot: Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ray Parlour, fyrrum leikmaður Arsenal og Robbie Lyle, stofnandi og stjórnandi AFTV, stuðningsmannasíðu Arsenal, tókust heiftarlega á í morgunþætti talkSPORT í dag. Parlour sakaði Robbie um það að vilja að Arsenal gangi illa til þess að fá fleiri áhorf á Youtube-rás sína.

Robbie mætti sem viðmælandi Parlour í morgun til þess að ræða fund sem sá fyrrnefndi hafði átt með Josh Kroenke ásamt fleiri stuðningsmönnum. Kroenke, sem er forstöðumaður Arsenal og sonur Stan Kroenke, eigenda félagsins, ræddi atburði undanfarinna daga við stuðningsmenn. Þeir feðgar hafa verið virkilega óvinsælir eftir að þeir reyndu að stofna nýja Ofurdeild ásamt öðrum 11 stórliðum í Evrópu á dögunum. Sú hugmynd datt upp fyrir en áfram hefur verið mikil reiði á meðal stuðningsmanna féleganna.

Spjall Parlour og Robbie breyttist þó í rifrildi eftir að sá fyrrnefndi fór að spyrja stofnenda AFTV óþægilegra spurninga.

,,Hvað finnst þér um það þegar sumir stuðningsmenn segja, ég er líklega á meðal þeirra, að þið viljið að Arsenal tapi því þá fáið þið fleiri áhorf á Youtube-rásina ykka? Stuðningsmenn hinna liðanna vilja sjá þegar stuðningsmenn Arsenal missa sig eftir að liðið tapar leik,“ spurði Parlour. AFTV-rásin er fræg fyrir það að fá virkilega reiða stuðningsmenn í viðtöl eftir leiki og getur það skapað ansi skrautlegt sjónvarpsefni.

Robbie brást illa við spurningunni og sagðist alltaf vilja sigur hjá sínu liði. ,,Þetta er tóm þvæla í þér,“ sagði hann einnig.

Robbie reyndi svo að stýra umræðunni aftur í átt að eigendum Arsenal og benti á að hann vildi losna við þá. Umræðan leiddist þó aftur út AFTV þegar Parlour spurði Robbie beint út hvort að hann hafi fengið fleiri áhorf eftir atburði síðustu daga.

,,Auðvitað fengum við fleiri áhorf. Þú ert að spyrja fáránlegra spurninga. TalkSPORT, Sky og allar hinar stöðvarnar fengu fleiri áhorf vegna Ofurdeildarinnar,“ svaraði Robbie. Nokkuð ágengur Parlour sagði Robbie í kjölfarið að það væru fleiri stuðningsmenn Tottenham, erkifjenda Arsenal, sem horfðu á rás hans heldur en stuðningsmenn Arsenal.

Parlour var ekki hættur að skjóta á Robbie, sem virtist hissa á hegðun fyrrum leikmannsins.

,,Við erum aðhlátursefni út af stöðinni þinni,“ átti Parlour svo eftir að segja.

Þegar Parlour sagði svo að allt snerist þetta um peninga og að Robbie væri að græða vel á því þegar liðinu gangi illa sneri sá síðarnefni vörn í sókn og líkti Parlour við Stan Kroenke.

Þetta undarlega viðtal þeirra má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ummæli frá Bellamy vekja athygli – Trúir ekki á regnboga

Ummæli frá Bellamy vekja athygli – Trúir ekki á regnboga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“
433Sport
Í gær

Ofurtölvan hefur tekið stokkinn og lesið í hann eftir vendingar helgarinnar

Ofurtölvan hefur tekið stokkinn og lesið í hann eftir vendingar helgarinnar
433Sport
Í gær

Forráðamenn United verulega ósáttir með þessar fréttir frá helginni

Forráðamenn United verulega ósáttir með þessar fréttir frá helginni