fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
433Sport

Þetta þurfa félögin að gera svo stuðningsmenn fyrirgefi þeim

Helga Katrín Jónsdóttir
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plönin um Ofurdeildina féllu á þriðjudag þegar ensku klúbbarnir sex sögðu sig úr deildinni. Liðin hafa beðist afsökunar en stuðningsmenn liðanna eru flestir enn bálreiðir. Hér má sjá lista sem Mirror tók saman yfir kaup sem hvert félag gæti gert til að fá stuðningsmennina aftur á sitt band.

Manchester United – Jadon Sancho
Jadon Sancho hefur blómstrað hjá Dortmund síðastliðin ár og hefur lengi verið á óskalistanum hjá United. Það er spurning hvort að Glazer fjölskyldan leggi allt undir til að fá kappann til United svo stuðningsmenn fyrirgefi þeim?

Jadon Sancho

 

 

 

 

 

 

Chelsea – Erling Haaland
Haaland hefur verið frábær síðan hann kom til Dortmund og hefur skorað 51 mark í 55 leikjum. Hann verður án efa einn heitasta bitinn á markaðnum í sumar og gæti Roman keypt Haaland til að fá stuðningsmenn á sitt band.

Erling Haaland

 

 

 

 

 

 

Arsenal – Martin Odegaard
Martin Odegaard var talinn efnilegasti leikmaður heims fyrir nokkrum árum og öll stærstu lið í heimi börðust um hann. Hann er nú í láni hjá Arsenal frá Real Madrid og hefur hann verið flottur í annars slöku liði Arsenal. Eigendur Arsenal gætu reynt að kaupa kappann til að friða stuðningsmenn.

Martin Odegaard

 

 

 

 

 

 

 

Manchester City – Lionel Messi
Þrátt fyrir að Haaland og Mbappe séu eftirsóttustu leikmenn heims um þessar mundir er Messi enn sá besti. Hann hefur verið afar ósáttur við Barcelona undanfarið og sérstaklega við fyrrum forseta félagsins. Eigandi City gæti reynt að fá besta leikmann heims til að vinna stuðningsmenn aftur á sitt band.

Lionel Messi

 

 

 

 

 

 

Liverpool – Kylian Mbappe
Helstu vandamál Liverpool í ár hafa verið meiðsli í vörninni en sóknarleikurinn hefur einnig verið slakur. Mbappe hefur verið orðaður við Liverpool áður og gætu eigendur Liverpool reynt að krækja í þennan eftirsóknarverða leikmann í þeirri von að stuðningsmenn klúbbsins fyrirgefi.

Kylian Mbappe

 

 

 

 

 

 

Tottenham – Julian Nagelsmann
Það gleymist næstum því að Mourinho hafi fengið sparkið frá félaginu í vikunni vegna fréttanna um Ofurdeildina. Ryan Mason er nú tímabundinn stjóri liðsins en ljóst er að stuðningsmenn væru til í þennan unga og spennandi stjóra.

Julian Nagelsmann
Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Milljarða maðurinn handtekinn vegna árásar um helgina – Sjáðu myndbandið af atvikinu

Milljarða maðurinn handtekinn vegna árásar um helgina – Sjáðu myndbandið af atvikinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pepsi-Max kvenna: Valur tapaði stigum gegn sprækum Þrótturum

Pepsi-Max kvenna: Valur tapaði stigum gegn sprækum Þrótturum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fulham niður í Championship eftir tap gegn Burnley

Fulham niður í Championship eftir tap gegn Burnley
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísak Bergmann og Ari sýna liðsfélaga sínum stuðning á fallegan hátt

Ísak Bergmann og Ari sýna liðsfélaga sínum stuðning á fallegan hátt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Spá því að svona endi enska úrvalsdeildin – Grátleg niðurstaða fyrir Liverpool

Spá því að svona endi enska úrvalsdeildin – Grátleg niðurstaða fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Þróttur á válista hjá skattinum – „Þetta er bagalegt en komið í lag“

Þróttur á válista hjá skattinum – „Þetta er bagalegt en komið í lag“
433Sport
Í gær

Segir að United verði að klára málið

Segir að United verði að klára málið
433Sport
Í gær

Sjáðu einkunnir úr stórleik FH og Vals

Sjáðu einkunnir úr stórleik FH og Vals
433Sport
Í gær

PSG gerði jafntefli – Gæti orðið dýrkeypt

PSG gerði jafntefli – Gæti orðið dýrkeypt