fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Lærdómsríkt ár Óskars Hrafns – „Við erum ekki allir kaldir karlar sem finnum ekki fyrir neinu“

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson var gestur í sjónvarpsþætti 433 síðasta þriðjudag. Þar ræddi hann við Hörð Snævar Jónsson um síðasta sumar hjá Blikum, fótboltann sem hann spilar og sumarið framundan.

Íslenski boltinn er loksins að fara í gang en fyrsti leikur er áætlaður 30. apríl ef sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 leyfa. Óskar segist vera spenntur fyrir tímabilinu:

„Það er mikil spenna og menn eru búnir að bíða í allan vetur eftir að þetta renni upp og hafa ekki endilega verið vissir um að þetta myndi byrja á réttum tíma en hvað sem gerist á næstu dögum þá er þetta að byrja og ég upplifi ekki annað en að það sé mikil spenna í loftinu,“ sagði Óskar Hrafn í viðtalinu.

Mynd: Blikar.is

Óskar er að fara inn í sitt annað tímabil sem þjálfari Breiðabliks en hann lærði mikið af fyrsta árinu.

„Ég horfi á árið sem lærdómsferli fyrir sjálfan mig, leikmenn og klúbbinn. Það gekk margt vel en margt mátti betur fara. Við tökum hellings lærdóm út úr þessu sumri. Liðið tekur þann lærdóm að stundum spiluðum við gegn sjálfum okkur. Ég tek þann lærdóm að stundum þarf að vega og meta hvernig maður stjórnar tilfinningum sínum. Maður þarf að vera með þykkan skráp. Við fengum okkar skerf af gagnrýni og að mörgu leiti réttmæta. Við áttum okkar slæmu kafla og þar vorum við stundum gagnrýndir of mikið en heilt yfir þá þarf maður að þola þetta. Það er mjög eðlilegt að fá að tala um þetta, maður á ekki að vera shame-aður fyrir það að vera tilfinningavera. Við erum ekki allir kaldir kallar sem finnum ekki fyrir neinu. Gagnrýnin hefur áhrif á menn en maður verður að læra að lifa með henni“, sagði Óskar aðspurður um hvernig hann horfi á fyrsta árið og gagnrýnina sem fylgdi í starfi hjá Blikum.

Óskar Hrafn er ekki sammála því að lið hans spili áhættusaman fótbolta. Hann telur að liðið hafi meiri stjórn þegar þeir spili frá aftasta manni. Þá neitar hann að titlar séu eina leiðin til þess að meta árangur.

„Sumir kalla þetta áhættufótbolta. Ég met það þannig að ef þú spilar frá marki hefurðu meiri stjórn á því hvað gerist heldur en þegar þú bombar honum fram. Við höfum lent í meiri vandræðum þegar við spörkum langt.“

„Hvað er árangur? Metur maður árangur eingöngu út frá titlum eða það að menn verði betri í því sem þeir gera. Það er hættulegt að hengja sig í titla. Titlar þurfa að vera ávöxtur einhvers. Það verður hnýtt í þetta á meðan við gerum klaufaleg mistök. Hvort að mistök sé eðlilegur hluti eða óþægilegar aukaverkanir þá verður þetta alltaf gagnrýnt á meðan það næst ekki titill“, sagði Óskar þegar hann var spurður um hvort fótboltinn sem hann spilar geti náð árangri.

Mynd/Helgi Viðar

Þegar umræðan barst að komandi sumri er Óskar viss um það að liðið hefur allt sem þarf til að verða Íslandsmeistari. Hann telur liðið hafa bætt sig frá síðasta sumri.

„Breiðablik getur orðið íslandsmeistari í sumar. Það er auðveldara að tala um það en erfiðara að spila eins og meistari, haga sér eins og meistari og vera meistari. Hvort sem það er á fótboltavellinum eða í daglegu lífi. Ég lofa því að við munum ekki falla á því að við lögðum okkur ekki fram.“

„Við erum betra lið. Leikmennirnir hafa þroskast mikið og eru í betra líkamlegu formi. Menn eru vissari um hlutverk sín og þær viðbætur sem við höfum gert á hópnum hafa verið góðar.“

Guðjón Pétur Lýðsson
Mynd/Valli

Að lokum var Óskar spurður út í brottför Guðjóns Péturs Lýðssonar frá félaginu til ÍBV. Þetta hafði hann að segja:

„Þetta snerist ekki um að Gauji sé erfiður karakter. Ég hefði gjarnan vilja halda Guðjóni en við vorum ekki sammála um hlutverk hans. Mér fannst hlutverkið dýrmætara utan vallar en hann taldi hlutverk sitt vera meira innan vallar. Ég ber fulla virðingu fyrir því. Hann vill bara spila. Hann fékk ekki þær mínútur hér. Það er eina ástæðan.“

Viðtalið má sjá í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls