fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
433Sport

Ensku félögunum refsað – stjórnendur reknir úr nefndum

Helga Katrín Jónsdóttir
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildin ætlar að refsa félögunum sex sem voru hluti af Ofurdeildinni frægu. Öll ensku liðin hafa þó dregið sig til baka og beðist afsökunar.

Enska úrvalsdeildin mun krefjast þess að klúbbarnir sætti sig við núverandi skipulag deildarinnar og þá helst þegar kemur að sjónvarpstekjum en það á að hafa verið ein af stærstu ástæðunum fyrir stofnun Ofurdeildarinnar.

Þá missa félögin sex völd í deildinni þar sem stjórnarmenn klúbbanna sem sitja í nefndum á vegum deildarinnar missa stöðu sína. Smærri félög fá þá sína fulltrúa inn í þessar nefndir sem gæti haft í för með sér ýmsar breytingar.

Ferran Soriano frá Manchester City og Vinai Venkatesham frá Arsenal hafa verið reknir úr sínum nefndum og planið er að Tom Werner frá Liverpool og Ed Woodward frá Manchester United segi af sér úr nefnd sem sér um sjónvarpsrétt deildarinnar.

Þá er talið að í staðin fyrir að sekta klúbbana eða taka af þeim stig þá ætli hinir 14 klúbbarnir í deildinni að láta sér nægja að fá meiri völd í nefndunum og drepa þar með hugmynd klúbbanna um „Project Big Picture“ sem Liverpool og Manchester United kynntu til leiks á síðasta ári þar sem planið var að fækka liðum í 18 og stóru klúbbarnir hefðu meiri völd og meiri sjónvarpstekjur.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Milljarða maðurinn handtekinn vegna árásar um helgina – Sjáðu myndbandið af atvikinu

Milljarða maðurinn handtekinn vegna árásar um helgina – Sjáðu myndbandið af atvikinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pepsi-Max kvenna: Valur tapaði stigum gegn sprækum Þrótturum

Pepsi-Max kvenna: Valur tapaði stigum gegn sprækum Þrótturum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fulham niður í Championship eftir tap gegn Burnley

Fulham niður í Championship eftir tap gegn Burnley
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísak Bergmann og Ari sýna liðsfélaga sínum stuðning á fallegan hátt

Ísak Bergmann og Ari sýna liðsfélaga sínum stuðning á fallegan hátt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Spá því að svona endi enska úrvalsdeildin – Grátleg niðurstaða fyrir Liverpool

Spá því að svona endi enska úrvalsdeildin – Grátleg niðurstaða fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Þróttur á válista hjá skattinum – „Þetta er bagalegt en komið í lag“

Þróttur á válista hjá skattinum – „Þetta er bagalegt en komið í lag“
433Sport
Í gær

Segir að United verði að klára málið

Segir að United verði að klára málið
433Sport
Í gær

Sjáðu einkunnir úr stórleik FH og Vals

Sjáðu einkunnir úr stórleik FH og Vals
433Sport
Í gær

PSG gerði jafntefli – Gæti orðið dýrkeypt

PSG gerði jafntefli – Gæti orðið dýrkeypt