fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Rifrildi, óheillandi æfingar og titlaleysi – Ástæður brottrekstrar ‘Hins sérstaka’

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 20:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

José Mourinho, var í dag rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Tottenham Hotspur. Gengi Tottenham hefur ekki staðist væntingar á tímabilinu, liðið hefur aðeins náð í einn sigur úr síðustu sex leikjum í öllum keppnum og vonir um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili eru nánast úr sögunni.

Mourinho tók við Tottenham í nóvember árið 2019 eftir að Mauricio Pochettino var sagt upp störfum, ákvörðun sem var umdeild á sínum tíma. Til mikils var ætlast af Mourinho sem hefur verið mjög sigursæll á sínum ferli, hann átti að koma Tottenham upp á næsta stig, vinna titla.

„Hann hefur unnið titla hjá öllum þeim félögum sem hann hefur starfað hjá. Við trúum að hann færi liðinu orku og trú,“ sagði Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham eftir að Mourinho hafði verið ráðinn.

Undir stjórn Mourinho, hafnaði Tottenham í 6. sæti í ensku úrvalsdeildinni, tímabilið 2019/20. Liðið er á núverandi tímabili í 7. sæti sem stendur, fallið úr leik í Evrópudeildinni og eini möguleikinn á titli er í gegnum enska deildarbikarinn þar sem liðið er komið í úrslitaleikinn.

Opinber rifrildi við leikmenn

En það voru ekki einungis úrslitin innan vallar sem urðu til þess að Mourinho var látinn fara. Undanfarna mánuði hafa þær raddir orðið háværari að það styttist í endalok Portúgalans hjá félaginu.

Mourinho hefur í nokkur skipti lent upp á kant við leikmenn Tottenham og með því var vel fylgst í heimildarþáttaröðunum, All or nothing: Tottenham Hotspur, þar sem að áhorfendur fengu að skyggnast á bak við tjöldin hjá Tottenham.

Mourinho kallaði Dele Alli, miðjumann liðsins, latann leikmann fyrir framan leikmannahópinn og myndavélar Amazon Prime. Ansi heitar samræður Mourinho og varnarmannsins Danny Rose vöktu athygli og leikmaðurinn hefur lítið sem ekkert spilað síðan þá.

Slíkar samræður og umræður um það sem gekk á milli Mourinho og leikmanna hans, vöktu upp spurningar. Forráðamenn félagsins voru óánægðir með það hvernig Mourinho gagnrýndi leikmenn sína og báðu hann um að hætta því.

Leikmönnum leiddust æfingarnar

Samkvæmt heimildarmanni The Athletic, innan úr röðum Tottenham urðu leikmenn fljótt leiðir á æfingum Mourinho. Of mikil áhersla var lögð á varnarleik liðsins að mati leikmanna, meðal annars klukkutíma rökræður um það hvernig ætti að verjast innköstum Liverpool. Það vakti upp pirring hjá leikmönnunum.

„Hann sogaði út menningu liðsins og eyðilagði það sem Tottenham hafði staðið fyrir í mörg ár,“ sagði heimildarmaður The Athletic, innan úr röðum Tottenham.

GettyImages

Leikmenn sem höfðu leikið undir stjórn Pochettino hjá félaginu áður en Mourinho tók við, voru einnig hissa á því hversu lítið var reynt á þá á æfingum. Að þeirra mati var ákafinn sem ætlast var til á æfingum, of lítill. Alltof mikið af endurheimtar æfingum og taktískum undirbúningi gerði leikmönnum sem voru fyrir utan byrjunarliðið, erfitt að finna taktinn og ná upp leikformi.

Leikmenn fengnir til liðsins sem náðu ekki að heilla

Tottenham gat ekki eytt sömu upphæðum og stærstu liðin í deildinni í leikmannakaup en Mourinho fékk leikmenn til liðs við liðið sem höfðu unnið titla áður.

Leikmenn á borð við Gedson Fernandes sem gekk til liðs við Tottenham frá Sporting Lisbon, Carlos Vinicíus frá Benfica og markvörðurinn Joe Hart eru dæmi um þannig leikmenn. Það sama má segja um Sergi Reguilon og Pierre-Emile Hojberg.  Meirihluti leikmannanna sem fengnir voru til Tottenham í stjóratíð Mourinho, náðu ekki að heilla.

Aðstoðarþjálfarinn óvinsæll og áhrifalaus

Mourinho hafði á stórum hluta síns ferils starfað sem knattspyrnustjóri með aðstoðarþjálfarann Rui Faría sér við hlið. Faria ákvað hins vegar að reyna fyrir sér sem knattspyrnustjóri í Katar þegar að hann og Mourinho störfuðu saman hjá Manchester United árið 2018.

Mourinho þurfti að starfa með nýjum aðstoðarmanni hjá Tottenham. Joao Sacramento var fenginn í verkið en hann féll ekki vel í kramið hjá leikmannahópi Tottenham, samkvæmt heimildum The Athletic.

Joao Sacramento, aðstoðarþjálfari Mourinho, heillaði ekki/ GettyImages

„Nokkrir heimildarmenn okkar segja að leikmenn hafi átt erfitt með að tengja við hann og segja hann hafa skort tilfinningalega þroskann til að starfa hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni sem hafði innanborðs stórar knattspyrnustjörnur,“ segir í greiningu The Athletic á vandamálum í stjóratíð José Mourinho hjá Tottenham.

Hvað tekur við hjá Mourinho?

Mourinho náði upp stöðugleika hjá Tottenham fljótlega eftir að hann tók við af Pochettino en það fjaraði fljótt undan því. Arfleið hans hjá félaginu er ekki mikil og í raun má segja að félagið sé á verri stað en þegar hann tók við því.

Titlasafn Mourinho á knattspyrnustjóraferlinum er stórt og hann hefur unnið flest alla þá stóru titla sem hægt er að vinna í evrópska knattspyrnuheiminum. Uppskeran undanfarið hefur verið dræm og spurning hvort hann reyni fyrir sér hjá öðru félagsliði fljótlega.

Sá orðrómur hefur dúkkað upp reglulega að Mourinho gæti tekið við sem landsliðsþjálfari Portúgal þegar Fernando Santos, núverandi landsliðsþjálfari, lætur af störfum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val