fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
433Sport

Íslendingar í eldlínunni – Sveindís skoraði í fyrsta leik

Helga Katrín Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar voru heldur betur í eldlínunni erlendis í dag eins og svo oft áður.

Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Kristianstad þegar liðið heimsótti Eskilstuna í dag. Þetta var fyrsti leikur Sveindísar í sænsku deildinni. Sveindís var ekki lengi að koma sér á blað en hún skoraði fyrsta mark leiksins á 11. mínútu. Markið má sjá hér að neðan. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Sif Atladóttir er einnig hjá Kristianstad en hún var ónotaður varamaður í leiknum.

Diljá Ýr Zomers, leikmaður Häcken, var ónotaður varamaður er liðið vann Hammarby 0-1.

Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå, lék allan leikinn í tapi gegn Vittsjö.

Kvennalið West Ham vann 11-0 sigur á Chichester City í enska bikarnum í dag. Dagný Brynjarsdóttir kom ekki við sögu í leiknum en hún var ónotaður varamður. Hún hefur þó verið í lykilhlutverki hjá liðinu frá því hún kom.

Alexandra Jóhannsdóttir kom inná þegar um tíu mínútur voru eftir í 4-0 sigri Frankfurt gegn Sand.

Íslendingaliðin Horsens og Lyngby mættust í dag og hafði Lyngby betur. Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í hópnum hjá Horsens og það sama átti við um Frederik Schram hjá Lyngby.

Aron Elís Þrándarson spilaði allan leikinn með OB í 1-1 jafntelfi gegn Sönderjysk. Leikurinn endaði með 1-1 jafntelfi. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á eftir klukkutíma leik.

Í dönsku B-deildinni var Elías Rafn Ólafsson í markinu hjá Fredericia og hélt hreinu í 2-0 sigri gegn Helsingor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Portúgal?

Verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Portúgal?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester City Englandsmeistari eftir tap Man. Utd gegn Leicester

Manchester City Englandsmeistari eftir tap Man. Utd gegn Leicester
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur var rekinn í Danmörku í gær: „Þetta hefur allt farið niður á við“

Ólafur var rekinn í Danmörku í gær: „Þetta hefur allt farið niður á við“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ferguson skilur ekki hvers vegna Mourinho gerir þetta

Ferguson skilur ekki hvers vegna Mourinho gerir þetta
433Sport
Í gær

Oliver greindist 18 ára með sjaldgæfan blóðtappa – Þarf að taka sér langt frí

Oliver greindist 18 ára með sjaldgæfan blóðtappa – Þarf að taka sér langt frí
433Sport
Í gær

Neville og Carragher völdu lið ársins – Manchester lituð lið

Neville og Carragher völdu lið ársins – Manchester lituð lið
433Sport
Í gær

Milljarða maðurinn handtekinn vegna árásar um helgina – Sjáðu myndbandið af atvikinu

Milljarða maðurinn handtekinn vegna árásar um helgina – Sjáðu myndbandið af atvikinu
433Sport
Í gær

Pepsi-Max kvenna: Valur tapaði stigum gegn sprækum Þrótturum

Pepsi-Max kvenna: Valur tapaði stigum gegn sprækum Þrótturum
433Sport
Í gær

Fulham niður í Championship eftir tap gegn Burnley

Fulham niður í Championship eftir tap gegn Burnley