fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Hvernig náði Arsenal að troða sér í Ofurdeildina?

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuheimurinn nötrar eftir fréttir um það að toppliðin á Englandi, Spáni og Ítalíu ætli að stofna nýja evrópska Ofurdeild. Liðin sem um ræðir eru: Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, AC Milan, Inter, Juventus, Atlético, Barcelona og Real Madrid.

FIFA, UEFA og deildirnar á Englandi, Spáni og Ítalíu hafa fordæmt plön þessara félaga og munu banna leikmönnum liðanna að taka þátt í keppnum á vegum sambandanna.

Það hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum að Arsenal verði með í þessari Ofurdeild. Piers Morgan, einn þekktasti stuðningsmaður Arsenal, furðar sig á því að félagið hafi náð að koma sér í þetta.

Þá hafði Gary Neville þetta að segja á Sky Sports:

„Manchester United, Tottenham og Arsenal eru ekki einu sinni í Meistaradeildinni. Arsenal er algjörlega glataður klúbbur og halda að þeir hafi einhvern rétt á því að fara í evrópsku Ofurdeildina bara á fornri frægð.“

„Þetta er ógeðslegt. Dragið af þeim stig. Sektið þá. Refsið þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefur fulla trú á sínu liði gegn ógnarsterkum andstæðingi – „Þurfum að horfa á okkur sjálfa en ekki of mikið á þá“

Hefur fulla trú á sínu liði gegn ógnarsterkum andstæðingi – „Þurfum að horfa á okkur sjálfa en ekki of mikið á þá“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ósáttir með byrjunina en fullir sjálfstrausts – „Við þurfum að bæta okkar leik“

Ósáttir með byrjunina en fullir sjálfstrausts – „Við þurfum að bæta okkar leik“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Skaut á fyrrum félag hans í fagnaðarlátum gærdagsins

Sjáðu myndbandið: Skaut á fyrrum félag hans í fagnaðarlátum gærdagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður Liverpool ekki hræddur við að gagnrýna þessa liðfélaga sína eftir tapið í gær

Leikmaður Liverpool ekki hræddur við að gagnrýna þessa liðfélaga sína eftir tapið í gær