fbpx
Föstudagur 07.maí 2021
433Sport

Áslaug Arna tók Lagerback í yfirheyrslu – „Ég er ekki bara að segja þetta þegar ég tala við þig“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra hefur undanfarnar vikur rætt við framúrskarandi einstaklinga á Instagram síðu sinni. Ráðherrann ræddi í dag ræða við eitt af óskabörnum þjóðarinnar, þegar hinn 72 ára gamli Lars Lagerback bætti á beina línu hjá Áslaugu.

Lagerback er aftur mættur í þjálfun íslenska landsliðsins en hann varð að þjóðhetju árið 2016 þegar Ísland náði frábærum árangri á EM.

Áslaug byrjaði að spyrja Lagerback út í það hvað þarf til þess að ná árangri í fótbolta. „Eins og í öllum greinum snýst um þetta um hæfileika, til að ná langt í fótbolta þarftu að vera andlegur sterkur. Það er á öllum sviðum lífsins en sérstaklega í íþróttum, karakter og andlegur styrkur,“ sagði Lagerback.

Lagerback sagði við Áslaugu að hæfileikar þurfi að sjálfsögðu að vera til staðar. „Þú þarft hæfileika, ef þú ert hæfileikalaus er þetta erfitt. Þú verður að æfa vel, ef þú skoðar íslenska landsliðið þá er karakterinn og andlegur styrkur þar mjög mikill. Þegar ég var með þeim fyrst þá lögðu þeir mikið á sig um langt skeið til að nára árangri.“

Lagerback segir að íslenska hugarfarið sé sterkt vopn, sterkara vopn en hjá flestum öðrum þjóðum. „Þetta snýst mikið um að hafa einstaklings hæfileika, menn höfðu frábær viðhorf hjá landsliðinu. Íslenskur kúltúr, þið eru betri í því að hugsa um ykkur sjálf en mörg önnur lönd.“

Lagerback er leiðtogi og hefur náð frábærum árangri í þjálfun, hann er í dag aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. „Allir leiðtogar verða að fá alla þá sem þeir vinna með að skilja aðferðina, ég reyni að fá leikmennina til að skilja af hverju þú vinnur leiki. Ef þeir skilja það þá leggja þeir mikið á sig, leggja mikið á sig ef þeir átta sig á því hvernig þeir vinna leiki. Ég myndi nota sömu aðferð ef ég væri í öðru starfi.“

Áslaug spurði svo út í það hvað gerir fótboltann svo sérstakan í huga Lagerback? „Það besta við fótbolta í samanburði við aðrar íþróttir, litla liðið getur alltaf unnið stóra liðið. Það er það sem er mest áhugavert í fótboltanum, þegar Ísland mætir Englandi þá er alltaf séns. Þeir eru með betra CV en íslensku leikmennirnir en þú átt möguleika, það heillar mig mest.“

En hvað er mesta afrek Lagerback á ferlinum? „Ég átti frábæra tíma með Svíþjóð, það var eitthvað sérstakt á Íslandi. Ísland hafði aldrei komist á stórmót, hvernig leikmennirnir og starfsliðið gerðu þetta á EM var sérstakt, ég er ekki bara að segja þetta þegar ég tala við þig. Ég og kona mín heilluðumst að Íslandi, eignuðumst vini. Ef þú getur byrjað að elska land þá gerðist það þegar ég var á Íslandi fyrir utan veðurfarið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband af íslenska landsliðsmanninum í rifrildi vekur heimsathygli – F-orðið notað óspart

Myndband af íslenska landsliðsmanninum í rifrildi vekur heimsathygli – F-orðið notað óspart
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sækir son sinn í liðið hans Beckham

Sækir son sinn í liðið hans Beckham
433Fastir pennarSport
Fyrir 22 klukkutímum

Aumingjakynslóðin á Íslandi eða hefur þetta alltaf verið svona?

Aumingjakynslóðin á Íslandi eða hefur þetta alltaf verið svona?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KR fékk tugi milljóna fyrir Finn í janúar – Fá hann nú lánaðan

KR fékk tugi milljóna fyrir Finn í janúar – Fá hann nú lánaðan
433Sport
Í gær

Rúnar tjáir sig um viðskilnaðinn við Stjörnuna – „Ákvörðunin um að stíga til hliðar er ekki auðveld“

Rúnar tjáir sig um viðskilnaðinn við Stjörnuna – „Ákvörðunin um að stíga til hliðar er ekki auðveld“
433Sport
Í gær

Helgi Sig um nektarmyndina og brottreksturinn – „Ég hef enga stjórn á því, þú verður að ræða það við aðra““

Helgi Sig um nektarmyndina og brottreksturinn – „Ég hef enga stjórn á því, þú verður að ræða það við aðra““