fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
433Sport

Segir Arsenal geta gleymt því að fá Lingard – „Hann kemur ekki nálægt Arsenal“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 17:10

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur varað Jesse Lingard, sem er nú á láni frá félaginu hjá West Ham, að ganga til liðs við Arsenal.

Lingard hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá West Ham eftir að hafa ekki verið í náðinni hjá Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United.

Lingard hefur spilað 9 leiki með West Ham, skorað 8 mörk og gefið 4 stoðsendingar. Frammistöður hans hafa vakið athygli og unnu honum meðal annars inn sæti í enska landsliðinu á ný.

Miklar vangaveltur eru um það hvað Lingard gerir að yfirstandandi tímabili loknu. Mun hann snúa aftur til Manchester United eða leita á önnur mið. Arsenal er talið hafa áhuga á kappanum en Ferdinandi vill ekki sjá það að Lingard gangi til liðs við Lundúnafélagið.

Hann telur að það gæti verið erfitt fyrir Lingard að heilla stuðningsmenn Arsenal og Ferdinand telur að stuðningsmenn liðsins vilji ekki að félagið kaupi leikmanninn.

Lingard og stuðningsmenn Arsenal eiga sér sögu en í leik Manchester United og Arsenal árið 2019 á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal, skoraði Lingard mark og fagn hans sló ekki í gegn.

„Það hvernig hann fagnaði og tók fór ekki vel í stuðningsmenn Arsenal. Hann vanvirti Emirates völlinn á slíkan hátt sem hafði ekki sést áður,“ sagði Ferdinand í viðtali á Youtube rásinni FIVE.

West Ham vill fá Lingard til liðs við sig en Ferdinand telur öruggt að það verði slegist um leikmanninn.

„West Ham munu þurfa að berjast fyrir honum en hann er ekki á leið til Arsenal fram yfir West Ham. Það munu önnur lið berjast um hann en hann kemur ekki nálægt Arsenal,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: KA mætti í Vesturbæinn og skellti KR

Pepsi Max-deild karla: KA mætti í Vesturbæinn og skellti KR
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gömul ummæli Willian líta ansi vandræðalega út í dag

Gömul ummæli Willian líta ansi vandræðalega út í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Auknar líkur á að Kjartan Henry gangi í raðir KR eftir helgi

Auknar líkur á að Kjartan Henry gangi í raðir KR eftir helgi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur Andri í Val – Sagður kosta nálægt 10 milljónum

Guðmundur Andri í Val – Sagður kosta nálægt 10 milljónum
433Sport
Í gær

Er þetta ástæðan fyrir óvæntri uppsögn Rúnars? – „Hart hjá Rúnari að segja fuck you og ég er farinn“

Er þetta ástæðan fyrir óvæntri uppsögn Rúnars? – „Hart hjá Rúnari að segja fuck you og ég er farinn“
433Sport
Í gær

Gjörsamlega sturlaðist við þetta í gær – Öskraði í mínútu og sparkaði í fötu fulla af ísmolum

Gjörsamlega sturlaðist við þetta í gær – Öskraði í mínútu og sparkaði í fötu fulla af ísmolum
433Sport
Í gær

Var sagður ljótur og leið illa yfir því – Þetta gerði hann til að blekkja fólk og fá frið

Var sagður ljótur og leið illa yfir því – Þetta gerði hann til að blekkja fólk og fá frið
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: Arsenal er úr leik – Manchester United áfram þrátt fyrir tap

Evrópudeildin: Arsenal er úr leik – Manchester United áfram þrátt fyrir tap