fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

KSÍ svarar með yfirlýsingu: „Sá þrýstingur mun halda áfram og hann á að halda áfram“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 13:11

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur svarað opnu bréfi frá ASÍ þar sem þess var krafist að sambandið mundi beita sér fyrir bættum mannréttindum verkafólks í Katar.

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Katar á næsat ári. Greint hefur verið frá því að tæplega 6500 verkamenn hafi látið lífið við að byggja upp vellina í Katar til að halda mótið.

Meira:
Drífa krefst þess að mótmæli heyrist úr Laugardalnum – „Ætla má að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri“

Yfirlýsing KSÍ.
KSÍ er aðili að FIFA eins og önnur knattspyrnusambönd og landslið Íslands eins og annarra þjóða taka þátt í mótum á vegum FIFA. FIFA fylgist grannt með uppbyggingu vegna HM 2022 og er þannig fulltrúi aðildarþjóða sinna gagnvart yfirvöldum í Katar og skipuleggjendum keppninnar.

KSÍ er meðvitað um stöðu mála gagnvart HM 2022 í Katar og umfjöllun um aðbúnað verkafólks við uppbyggingu mannvirkja. KSÍ hefur átt í samskiptum við FIFA og önnur knattspyrnusambönd vegna þessa.

Aðaláhersla KSÍ í þessu sambandi undanfarin ár hefur verið þátttaka í sérstökum vinnuhóp knattspyrnusambanda á Norðurlöndunum þar sem fjallað er um málefni tengd HM í Katar – málefni eins og mannréttindi, aðbúnað verkamanna, kynjajafnrétti og fleira. Í vinnuhópnum er farið yfir sameiginleg samskipti og upplýsingaöflun knattspyrnusambanda Norðurlandanna gagnvart knattspyrnuyfirvöldum í Katar og FIFA. Vinnuhópurinn skipuleggur m.a. heimsóknir til Katar þar sem aðstæður eru skoðaðar, rætt við skipuleggjendur keppninnar og við verkamenn. Í undirbúningi er heimsókn síðar á árinu 2021.

Það er og hefur verið mikill þrýstingur á FIFA og á yfirvöld í Katar vegna mannréttindamála. Sá þrýstingur mun halda áfram og hann á að halda áfram. Keppnin sjálf og kastljós heimsbyggðarinnar setur þrýsting á yfirvöld í Katar að skoða mannréttindamál í víðu samhengi og vinna að úrbótum. KSÍ mun halda áfram að leggja lóð sín á vogarskálarnar í þeim efnum.

FIFA hefur unnið að umbótum á umsóknarferli fyrir lokakeppnir og kröfur til umsækjenda eru mun ríkari í dag en þær voru á þeim tíma sem samþykkt var að halda lokakeppni HM 2022 í Katar, kröfur sem m.a. snúa að uppbyggingu mannvirkja og aðbúnaði þess fólks sem starfar við þá uppbyggingu. Lykilbreyting í þessu sambandi er að aðildarsambönd FIFA munu greiða atkvæði þegar kemur að vali á mótshaldara, í stað valnefndar FIFA áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar Már mættur í ÍA

Rúnar Már mættur í ÍA
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Í gær

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Í gær

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“