fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
433Sport

West Brom með öruggan sigur í fyrri leik kvöldsins

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 18:58

Leikmenn West Brom fagna marki í leiknum. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Bromwich Albion vann öruggan sigur á heimavelli gegn Southampton í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

West Brom voru mun betra liðið í fyrri hálfleik og réðu leiknum. Mbaye Diagne virtist vera að koma þeim yfir snemma leiks en var dæmdur rangstæður, ranglega að því er virðist. VAR breytti dómnum þó ekki þar sem ekki var hægt að teikna nógu skýra línu út frá endursýningum til að sýna að Diagne væri rangstæður. Kyle Bartley stóð við hlið hans í aðdraganda marksins og gæti hafa truflað sýn myndavéla. Furðulegt atvik.

Heimamenn skorðuðu þó mark sem fékk að standa eftir rúman hálftíma leik. Þar var að verki Matheus Pereira, af vítapunktinum. Fraser Forster, markvörður Southampton, hafði brotið á Pereira og var vítið því gefið.

Áhorfendur þurftu aðeins að bíða í örfáar mínútur eftir næsta marki West Brom. Það kom eftir góða sókn sem endaði með því að áðurnefndur Diagne lagði upp mark fyrir Matthew Phillips. 2-0 í hálfleik.

Það var aðeins bjartara yfir gestunum er þær mættu út í seinni hálfleik. Það breytti því þó ekki að Callum Robinson kláraði leikinn fyrir West Brom þegar 20 mínútur lifðu leiks. Okay Yokuslu stakk boltanum þá innfyrir vörn Southampton á Robinson sem afgreiddi leikinn fyrir heimamenn.

Til að gera slæman dag dýrlinganna enn verri klúðraði James Ward-Prowse víti í uppbótartíma. Sam Johnstone í marki West Brom var ekki á því að fá á sig mark í dag og varði vítið.

Lokatölur 3-0 fyrir West Brom sem eru þó áfram í erfiðri stöðu í næstneðsta sæti deildarinnar, 8 stigum frá öruggu sæti. Southampton er í 14.sæti, 10 stigum fyrir ofan fallsvæðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tippkeppni: Höfðinginn hitnar en hvað gerist í vikunni?

Tippkeppni: Höfðinginn hitnar en hvað gerist í vikunni?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Cavani fann pennann og hefur framlengt við United

Cavani fann pennann og hefur framlengt við United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vonast eftir því að Van Dijk taki ákvörðun sem mun pirra Liverpool

Vonast eftir því að Van Dijk taki ákvörðun sem mun pirra Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lét mála mynd af sér og Ferguson á heimili sínu – Hafður að háð og spotti

Lét mála mynd af sér og Ferguson á heimili sínu – Hafður að háð og spotti
433Sport
Í gær

Pepsi Max-deild karla: Nýliðarnir skelltu Stjörnunni

Pepsi Max-deild karla: Nýliðarnir skelltu Stjörnunni
433Sport
Í gær

Pepsi Max-deild karla: FH-ingar voru manni fleiri í 70 mínútur en tókst þó ekki að vinna Íslandsmeistaranna

Pepsi Max-deild karla: FH-ingar voru manni fleiri í 70 mínútur en tókst þó ekki að vinna Íslandsmeistaranna
433Sport
Í gær

Segir þetta vera ástæðuna fyrir því að Willian skipti um lið – ,,Eins og leikmaður Chelsea í búningi Arsenal“

Segir þetta vera ástæðuna fyrir því að Willian skipti um lið – ,,Eins og leikmaður Chelsea í búningi Arsenal“
433Sport
Í gær

Hjörtur vann toppslaginn – Samúel Kári á skotskónum

Hjörtur vann toppslaginn – Samúel Kári á skotskónum