fbpx
Föstudagur 07.maí 2021
433Sport

Gómaði þá í COVID gleðskap – Sendi skilaboð og allir urðu skíthræddir

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 08:30

Maddisonn og Barnes voru í COVID partýi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brendan Rodgers stjóri Leicester gómaði fjóra leikmenn sína í gleðskap fyrir rúmri viku, það var ástæða þess að fjórir leikmenn voru ekki í hóp liðsins í tapi gegn West Ham í gær.

James Maddison, Harvey Barnes og Hamza Choudhury skelltu sér allir í gleðskap heima hjá Ayoze Perez samherja sínum. Partýið var haldið þvert á allar reglur eftir tap gegn Manchester City á sunnudegi fyrir viku síðan.

Stjórinn fékk veður af því að leikmennirnir væru í gleðskap og sendi skilaboð á þá alla, hann sagði þeim að hætta þessu og skella sér heim á leið.

Samkvæmt enskum blöðum urðu leikmennirnir hræddir við skilaboðin frá Rodgers, þeir slökktu öll ljós heima hjá Perez og földu sig. Helmingur gesta í gleðskapnum tók leigubíla heim til Choudhury sem býr fyrir utan Leicester.

Lögreglan mætti á heimili Perez sem er rétt hjá heimavelli Leicester rétt eftir miðnætti. Leikmennirnir voru settir úr hóp hjá Leicester í gær þegar liðið tapaði gegn West Ham.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta ástæðan fyrir óvæntri uppsögn Rúnars? – „Hart hjá Rúnari að segja fuck you og ég er farinn“

Er þetta ástæðan fyrir óvæntri uppsögn Rúnars? – „Hart hjá Rúnari að segja fuck you og ég er farinn“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gjörsamlega sturlaðist við þetta í gær – Öskraði í mínútu og sparkaði í fötu fulla af ísmolum

Gjörsamlega sturlaðist við þetta í gær – Öskraði í mínútu og sparkaði í fötu fulla af ísmolum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Verður hann rekinn?
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Afleit tölfræði sem Tuchel vill snúa við gegn Guardiola

Meistaradeild Evrópu: Afleit tölfræði sem Tuchel vill snúa við gegn Guardiola
433Sport
Í gær

Segir að Arteta verði að vinna Evrópudeildina ætli hann sér að starfa áfram hjá Arsenal

Segir að Arteta verði að vinna Evrópudeildina ætli hann sér að starfa áfram hjá Arsenal