fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
433Sport

Hunsuðu sóttvarnaraðgerðir og fóru í heimapartý – Var í kjölfarið hent úr leikmannahópnum

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 15:40

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikmenn Leicester City eru sagðir hafa farið í heimapartý í aðdraganda leik liðsins gegn West Ham sem fram fór í dag. Leicester tapaði leiknum 3-2.

Meðal þeirra leikmanna sem eru sagði hafa farið í heimapartý og hunsað sóttvarnaraðgerðir sem voru settar á vegna Covid-19 faraldursins eru þeir James Maddison, Hamza Choudhury og Ayoze Perez. Enginn af þeim var í leikmannahópi Leicester City í dag.

Talsmaður frá Leicester City hefur tjáð sig um sögusagnirnar sem fóru að ganga í breskum fjölmiðlum í dag.

„Félagið hefur gert leikmönnum og öðru starfsfólki það fyllilega ljóst hvers er ætlast af þeim hvað varðar hegðun og aðgerðir til að minnka líkurnar á Covid-19 smitum. Það eru því vonbrigði að hafa fengið af því fregnir að leikmenn hafi brotið reglur,“ sagði talsmaður Leicester City.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tyrkland á rauðan lista og úrslitaleikurinn í uppnámi – Boris ræðir við UEFA

Tyrkland á rauðan lista og úrslitaleikurinn í uppnámi – Boris ræðir við UEFA
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telur að Sancho gæti þurft að verma varamannabekkinn hjá Liverpool

Telur að Sancho gæti þurft að verma varamannabekkinn hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Afleit tölfræði sem Tuchel vill snúa við gegn Guardiola

Meistaradeild Evrópu: Afleit tölfræði sem Tuchel vill snúa við gegn Guardiola
433Sport
Í gær

Segir að Arteta verði að vinna Evrópudeildina ætli hann sér að starfa áfram hjá Arsenal

Segir að Arteta verði að vinna Evrópudeildina ætli hann sér að starfa áfram hjá Arsenal