fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
433Sport

Baráttan um Manchesterborg: Byrjunarliðin klár – Henderson í marki United

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 7. mars 2021 15:31

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannarnir og erkifjendurnir í Manchester City og Manchester United, mætast í dag í ensku úrvalsdeildinni. Leikið verður á Etihad Stadium, heimavelli Manchester City og hefst leikurinn klukkan 16.30.

Manchester City er fyrir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 65 stig eftir 27 leiki, fjórtán stigum meira en Manchester United sem situr í 3. sæti með 51 stig.

Sigri Manchester City yrði það mikill byr í segl liðsins sem er líklegt til þess að hampa Englandsmeistaratitlinum.

Gabriel Jesus leiðir sóknarlínu Manchester City í leiknum og Phil Foden er á meðal varamanna.

Byrjunarlið Manchester City: 
Ederson, Cancelo, Zinchenko, Dias, Stones, Rodri, Gundogan, De Bruyne, Mahrez, Sterling, Jesus.

Dean Henderson stendur í marki Manchester United í fjarveru David De Gea sem þurfti að halda til Spánar til að vera viðstaddur fæðingu dóttur sinnar.

Byrjunarlið Manchester United: 
Henderson, Shaw, Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Fred, McTominay, Fernandes, James, Rashford, Martial.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað beið Mourinho þegar hann kom heim í dag

Sjáðu hvað beið Mourinho þegar hann kom heim í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn Leeds og Liverpool sameinuðust gegn Ofurdeildinni fyrir leik liðanna – „Fjandinn hirði Ofurdeildina“

Stuðningsmenn Leeds og Liverpool sameinuðust gegn Ofurdeildinni fyrir leik liðanna – „Fjandinn hirði Ofurdeildina“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eftir öll lætin hefur nú verið tilkynnt hvernig ný Meistaradeild verður

Eftir öll lætin hefur nú verið tilkynnt hvernig ný Meistaradeild verður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hlutabréfin rjúka upp

Hlutabréfin rjúka upp
433Sport
Í gær

Tottenham búið að reka Jose Mourinho

Tottenham búið að reka Jose Mourinho
433Sport
Í gær

Íslendingar brjálaðir eftir fréttir gærkvöldsins – „Rosaleg ræða og ég gæti ekki verið meira sammála“

Íslendingar brjálaðir eftir fréttir gærkvöldsins – „Rosaleg ræða og ég gæti ekki verið meira sammála“