fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
433Sport

Stórstjarna fær á baukinn eftir að eiginkona hans ræddi þetta opinberlega

433
Laugardaginn 6. mars 2021 22:55

Garay og frú

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ezequiel Garay var á sínum tíma mjög öflugur knattspyrnumaður en ferill hans hefur síðustu ár verið erfiður. Varnarmaðurinn frá Argentínu hefur verið mikið meiddur.

Garay lék á sínum yngri árum með Real Madrid en er nú án félags, Valencia losaði sig við hann síðasta sumar vegna hnémeiðsla og þá fékk hann COVID-19 veiruna ofan í það.

Liverpool skoðaði að semja við hann í vetur en ekkert félag hefur viljað taka séns á 34 varnarmanni. Eiginkona hans, Tamara Gorro ræðir samband þeirra í hlaðvarpsþætti á Spáni. Gorro er 34 ára og er vinsæll handritshöfundur og leikstjóri.

Hún og Garay eiga tvö börn saman en þau giftu sig fyrir níu árum, hún segir að neistinn í svefnherberginu sé lítill.

„Ég hef ekki sömu löngun í manninn minn og áður, ég veit ekki hvort það er skortur á tíma eða vilja. En löngunin er ekki sú sama,“ sagði Gorro um sambandið.

Getty Images

„Þetta er ekki merki um að ég elski hann ekki, við stundum ekki lengur kynlíf á hverjum degi. Ég er þreytt og margir tengja eflaust við það.“

Gorro kveðst hins vegar vera sérfræðingur þegar kemur að kynlífstækjum. „Ég er sérfræðingur þar, ég hef alltaf elskað þessi tæki. Ég nota þau ekki sem varamenn fyrir manninn minn.“

Í frétt enska blaðsins The Sun segir að Garay hafi verið hafður að háð og spotti af gömlum liðsfélögum úr félagsliðum og landsliði Argentínu, þeim þykir það ansi skondið að Gorro ræði kynlíf þeirra og kynlífstæki sín á opinberum vettvangi. Þeir skjóta fast á Garay sem hefur verið atvinnumaður í 17 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hræðsla hjá félögum í Ofurdeildinni – Óttast umræðuna og á hvaða vegferð hún er

Hræðsla hjá félögum í Ofurdeildinni – Óttast umræðuna og á hvaða vegferð hún er
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Heitar umræður um Kolbein í Svíþjóð – „Það er ekkert ógeðslegt við það“

Heitar umræður um Kolbein í Svíþjóð – „Það er ekkert ógeðslegt við það“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Reiknar með að Ofurdeildarliðin verði rekin úr Meistaradeildinni fyrir helgi – Segir samninga leikmanna lausa

Reiknar með að Ofurdeildarliðin verði rekin úr Meistaradeildinni fyrir helgi – Segir samninga leikmanna lausa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Milner ósáttur með fyrirhugaða Ofurdeild – „Mér líkar þetta ekki og vona að þetta verði ekki að veruleika

Milner ósáttur með fyrirhugaða Ofurdeild – „Mér líkar þetta ekki og vona að þetta verði ekki að veruleika
433Sport
Í gær

Stutt stopp í atvinnumennsku – Ágúst á leið til FH

Stutt stopp í atvinnumennsku – Ágúst á leið til FH
433Sport
Í gær

Forsetinn mætti með boxhanskana og lét í sér heyra – „Hráka framan í andlitið á öllum“

Forsetinn mætti með boxhanskana og lét í sér heyra – „Hráka framan í andlitið á öllum“