Ezequiel Garay var á sínum tíma mjög öflugur knattspyrnumaður en ferill hans hefur síðustu ár verið erfiður. Varnarmaðurinn frá Argentínu hefur verið mikið meiddur.
Garay lék á sínum yngri árum með Real Madrid en er nú án félags, Valencia losaði sig við hann síðasta sumar vegna hnémeiðsla og þá fékk hann COVID-19 veiruna ofan í það.
Liverpool skoðaði að semja við hann í vetur en ekkert félag hefur viljað taka séns á 34 varnarmanni. Eiginkona hans, Tamara Gorro ræðir samband þeirra í hlaðvarpsþætti á Spáni. Gorro er 34 ára og er vinsæll handritshöfundur og leikstjóri.
Hún og Garay eiga tvö börn saman en þau giftu sig fyrir níu árum, hún segir að neistinn í svefnherberginu sé lítill.
„Ég hef ekki sömu löngun í manninn minn og áður, ég veit ekki hvort það er skortur á tíma eða vilja. En löngunin er ekki sú sama,“ sagði Gorro um sambandið.
„Þetta er ekki merki um að ég elski hann ekki, við stundum ekki lengur kynlíf á hverjum degi. Ég er þreytt og margir tengja eflaust við það.“
Gorro kveðst hins vegar vera sérfræðingur þegar kemur að kynlífstækjum. „Ég er sérfræðingur þar, ég hef alltaf elskað þessi tæki. Ég nota þau ekki sem varamenn fyrir manninn minn.“
Í frétt enska blaðsins The Sun segir að Garay hafi verið hafður að háð og spotti af gömlum liðsfélögum úr félagsliðum og landsliði Argentínu, þeim þykir það ansi skondið að Gorro ræði kynlíf þeirra og kynlífstæki sín á opinberum vettvangi. Þeir skjóta fast á Garay sem hefur verið atvinnumaður í 17 ár.