fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
433Sport

Gylfi átti stoðsendingu í sigri Everton – Tottenham hafði betur gegn Fulham

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 19:53

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Everton vann útisigur á West Brom og Tottenham hafði betur gegn Fulham í Lundúnaslag.

West Bromwich Albion tók á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Everton en leikið var á The Hawthorns, heimavelli West Brom.

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn í liði Everton á 64. mínútu og það tók hann aðeins 43 sekúndur að hafa áhrif á leikinn. Á 65. mínútu skoraði Richarlison eftir stoðsendingu frá Gylfa Þór, þetta reyndist eina mark leiksins.

Everton er eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 46 stig. West Brom er í 19. sæti með 17 stig.

Á Craven Cottage tóku heimamenn í Fulham á móti Tottenham í Lundúnarslag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Tottenham.

Eina mark leiksins kom á 19. mínútu þegar að Tosin Adarabioyo, leikmaður Fulham, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Tottenham er eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 42 stig. Fulham er í 18. sæti með 23 stig.

West Brom 0 – 1 Everton
0-1 Richarlison (’65)

Fulham 0 – 1 Tottenham 
0-1 Tosin Adarabioyo, sjálfsmark (’19)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Solskjær ósáttur við Son – „Ef hann væri sonur minn þá fengi hann ekki að borða“

Solskjær ósáttur við Son – „Ef hann væri sonur minn þá fengi hann ekki að borða“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sheffield United reyndist engin fyrirstaða fyrir Arsenal

Sheffield United reyndist engin fyrirstaða fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Það sauð á stuðningsmönnum Manchester United: Hársbreidd frá því að stúta sjónvarpinu – „Son er því miður aumingi“

Það sauð á stuðningsmönnum Manchester United: Hársbreidd frá því að stúta sjónvarpinu – „Son er því miður aumingi“
433Sport
Í gær

Sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir langvinn meiðsli – Íhugaði að leggja skóna á hilluna

Sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir langvinn meiðsli – Íhugaði að leggja skóna á hilluna