fbpx
Föstudagur 23.apríl 2021
433Sport

Emil blómstrar á Ítalíu: „Leiðinlegt að sjá hversu neikvæð umræðan er á Íslandi“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 08:00

Emil og eiginkona hans, Ása Regins. © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson, leikmaður Padova á Ítalíu, var gestur í þættinum 433.is sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöldi.

Emil spilar með Padova sem leikur í þriðju efstu deild á Ítalíu. Það hefur gengið mjög vel hjá liðinu á tímabilinu.

„Við erum á ansi góðu róli, búnir að eiga gott tímabil. Erum eins og er efstir með fimm stiga forystu á toppnum og fimm leikir eftir. Það er búið að vera markmiðið frá byrjun að vinna deildina af því að það gefur beint sæti upp í næstu deild. Félagið er búið að leggja vel í þetta miðað við önnur félög og það er markmiðið númer 1, 2 og 3 að fara beint upp í næstu deild. Við vonum að það heppnist.“

Þriðja efsta deild á Ítalíu er ekki hátt skrifuð hjá knattspyrnuáhugamönnum og erfitt eins og til dæmis fyrir Íslendinga að fylgjast með deildinni. En hvernig metur Emil styrkleika deildarinnar?

„Styrkleikinn er misjafn eftir liðum. Mitt lið er með mjög gott fótboltalið, ég myndi segja að við myndum nú þegar standa okkur vel í næstu deild fyrir ofan okkur. Ég held að þessi deild sé svona frekar vanmetin, þetta er atvinnumannadeild með fullt af góðum fótboltamönnum. Hún er að minnsta kosti sterkari en Pepsi deildin að mínu mati.“

Nýtur sín innan og utan vallar á Ítalíu

Emil er 36 ára og hefur verið í fantaformi á tímabilinu. Hann nýtur sín innan og utan vallar á Ítalíu.

„Ég er búinn að spila flest alla leiki á tímabilinu, 25 eða 26 leiki. Við erum með góðan og flottan hóp og ef við höfum verið að spila þrjá leiki á viku hefur maður fengið að hvíla inn á milli. Ég er búinn að skora nokkur mörk og er bara í góðu standi. Það er gaman að vera spila fótbolta í hverri viku og forréttindi að fá að gera það á Ítalíu. Það er líka gott að vera hjá félagi sem er með metnað, ætlar sér upp og að starfa með þjálfara sem ég hef starfað með áður hjá Hellas Verona. Þetta er bara mjög skemmtilegt.“

Mynd: Padova

Allt stefnir í að Padova fari upp um deild á þessu tímabili það er gott fyrir samningsmál Emils og hann er spenntur fyrir þeim möguleika að spila í næstu deild fyrir ofan.

„Ef við förum upp á tímabilinu þá er ég með ákvæði í samningnum mínum sem virkjast og þá bætist auka ár við samninginn. Ég var búinn að semja þannig og þá tek ég slaginn í þeirri deild. Það er mjög skemmtileg deild.“

Bar virðingu fyrir ákvörðun Erik Hamrén

Emil var ekki valinn í íslenska karlalandsliðið fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni sem samanstendur af þremur útileikjum í undankeppni HM. Emil var heldur ekki hluti af landsliðshópnum í leikjunum mikilvægu í umspili fyrir EM á síðasta ári.

„Ég datt eiginlega bara þarna úr landsliðshópnum fyrir umspilsleikina gegn Rúmeníu og Ungverjalandi í fyrra. Hamrén hringdi þó í mig og útskýrði að hann ætlaði ekki að velja mig í það verkefni og ég bar mikla virðingu fyrir því.“

„Ég var í verkefninu áður þar sem voru spilaðir leikir í Þjóðadeildinni, kom inn á þar. Í því verkefni var ég valinn en ég var samt varla byrjaður á  undirbúningstímabili þá, nýkominn úr eins og hálfs mánaðar sumarfríi. Tímasetningin á því verkefni var ekki góð, maður hefði viljað vera í betra formi en síðan þá hef ég spilað fullt af leikjum.“

Alltaf heiður að spila fyrir landsliðið

Emil hefur ekkert heyrt frá núverandi þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins og hefur því ekki fengið skýringar á því afhverju hann var ekki valinn í landsliðið. Hann sé þó alltaf klár ef kallið kemur.

„Það að hafa ekki verið valinn núna eða eftir þessa leiki, ég hef nú ekkert heyrt í einum né neinum hvað það varðar, ég er allavegana ekki hættur. Ef þeir ákveða að velja mig þá mun ég alltaf gefa kost á mér, það er alltaf heiður að fá að spila fyrir landsliðið.“

GettyImages

„Eftir að hafa verið í landsliðinu í einhver sextán ár, þá hefði maður kannski búist við því að heyra frá Arnari (landsliðsþjálfara), ég þekki hann nokkuð vel. Bara til að heyra hvort maður sé inni eða úti, það hefði verið gaman að fá að heyra aðeins í honum. Ég er til ef þeir þurfa á mér að halda.“

Furðar sig á neikvæðri umræðu í garð landsliðsins

Emil telur að leikmennirnir sem nú eru í landsliðshópnum séu að glíma við erfiðar aðstæður eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikum liðsins í undankeppni HM. Hann furðar sig á neikvæðu umræðunni sem hefur farið á flug eftir töp íslenska karlalandsliðsins.

„Þetta eru klárlega ekki auðveldar aðstæður eftir að hafa verið sigursæll hópur undanfarin ár. Það er svolítið leiðinlegt að sjá hversu neikvæð umræðan er orðin strax eftir tvo leiki. Fólk þarf aðeins að átta sig á hlutunum og vera jákvæðara í garð alls sem er  í gangi. Þetta er ekki búið, það eru aðeins búnir tveir leikir.“

Þátt 433.is frá því í gærkvöldi má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lásu stjórnarmönnum Arsenal pistilinn er þeir útskýrðu umdeilda ákvörðun – „Hafið ekki hugmynd um hvað á sér stað hérna“

Lásu stjórnarmönnum Arsenal pistilinn er þeir útskýrðu umdeilda ákvörðun – „Hafið ekki hugmynd um hvað á sér stað hérna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarga Covid vegabréf áhorfendaleysinu?

Bjarga Covid vegabréf áhorfendaleysinu?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pepsi Max deildin: Hvar er stemningin?

Pepsi Max deildin: Hvar er stemningin?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ný bresk Ofurdeild á leiðinni?

Ný bresk Ofurdeild á leiðinni?
433Sport
Í gær

Real Madrid á toppinn eftir sigur á Cádiz – Benzema frábær

Real Madrid á toppinn eftir sigur á Cádiz – Benzema frábær
433Sport
Í gær

Tvö rauð í endurkomusigri Manchester City á Aston Villa

Tvö rauð í endurkomusigri Manchester City á Aston Villa
433Sport
Í gær

Bale og Son tryggðu Tottenham mikilvæg stig í Evrópubaráttunni

Bale og Son tryggðu Tottenham mikilvæg stig í Evrópubaráttunni
433Sport
Í gær

Sara Björk og Árni Vill eiga von á barni

Sara Björk og Árni Vill eiga von á barni