fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Sárþjáður Andri þurfti að láta bora í skó sinn – „Þetta voru bara tveir heilar úr Kópavog“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 09:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Fannar Baldursson er ein af vonarstjörnum íslenska fótboltans, hann leikur með Bologna í efstu deild á Ítalíu og hefur fengið nokkur tækifæri þar þrátt fyrir ungan aldur. Andri er hluti af U21 árs landsliðinu sem leikur sinn síðasta leik í riðlakeppni á lokamóti EM á morgun. Vinni íslenska liðið stóran og góðan sigur á Frökkum gæti liðið komist áfram með hagstæðum úrslitum í leik Rússlands og Danmerkur.

Vallaraðstæður í Ungverjalandi þar sem mótið fer fram eru hins vegar ekki góðar. „Ef ég segi alveg eins og er þá hann ekkert sérstakur, það er erfitt fyrir mig að hafa áhrif á það. Það þýðir ekkert að væla yfir vellinum en hann er ekkert sérstakur,“ sagði Andri Fannar um aðstæður í Ungverjalandi. Andri er 19 ára gamall.

Andri Fannar fékk slæmt hælsæri í mótinu og þurfti að bora í skó hans. „Ég er orðinn góður, fyrst var þetta mikið vesen. Ég hef aldrei áður fundið fyrir svona sársauka í hælnum. Við prófuðum að gera gat á skóinn og það virkaði vel.“

Andri hefur byrjað báða leiki U21 liðsins á bekknum þrátt fyrir að spila í efstu deild á Ítalíu. „Ég var svekktur en þjálfararnir velja byrjunarliðið og ég virði ákvörðun þeirra, ég var svekktur.“

Getty Images

Andri er á mála hjá Bologna í Seriu A en hefur ekki fengið ýkja mörg tækifæri á þessu tímabili. „Auðvitað hefði ég viljað spila meira en það er mjög mikil samkeppni á miðjunni, við erum með góðan og breiðan hóp. Ég er ungur og þarf að vera þolinmóður, ég vil alltaf meira. Ég berst fyrir því á æfingum, þetta hefur ekki verið alveg eins og ég ósakði þess. Ætla ég að væla eða halda áfram að og bæta í, það er það sem ég er og ætla að gera.“

Þjálfari Bologna er Siniša Mihajlović en hann vann Seriu A tvisvar, með bæði Lazio og Inter. „Hann er með mjög mikið í hugarfarinu, hann vill að menn gefi sig alla í verkefnin. Hann vill auðvitað gæðin með, maður lærir af honum. Hann er sigurvegari, hugarfarið er það sem ég læri mest af frá honum. Hvernig það á að hugsa um sig sem sigurvegari,“ sagði Andri.

Íslenska liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Rússlandi og Danmörku en leikurinn gegn Frökkum verður erfitt verkefni. „Andinn er góður, við ætlum að gefa allt sem við eigum í síðasta leikinn. Ég vona að allir leggi sig 100 prósent fram, þá erum við gott lið. Við erum allir staðráðnir í því að gera betur,“ sagði Andri.

Andri og Kolbeinn Þórðarson voru sigurvegarar í spurningakeppni U21 liðsins á hótelinu í gær. „Ég var með tvo sigra í gær, fyrst á æfingu og svo spurningakeppni, vonandi kemur þriðji sigurinn í leiknum á morgun. Þetta voru fótbolta og tónlistarspurningar. Þetta voru bara tveir heilar úr Kópavogi.“

Fjórir leikmenn U21 liðsins yfirgáfu herbúðir liðsins í gær og fóru yfir í verkefni A-landsliðsins, Andri sem á leik með A-landsliðinu hefði viljað fá tækifæri þar. „Já og nei, auðvitað langar öllum að vera í A-landsliðinu en ég er ánægður að vera hérna. Þetta er stórleikur á morgun, ég er ekki búinn að spila það mikið á síðustu mánuðum,“ sagði Andri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum