fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
433Sport

Aron um lífið í Póllandi – „Úff hvað er ég búinn að koma mér út í“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 20:00

Mynd: Lech Poznan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson, leikmaður Lech Poznan, var gestur í sjónvarpsþætti 433.is sem hóf göngu sína í gærkvöldi. Aron samdi við pólska félagið Lech Poznan í febrúar og hefur farið vel af stað með liðinu.

„Ég heyrði af áhuga héðan í byrjun janúar og síðan ákvað ég að skoða þetta ásamt öðrum tilboðum sem ég fékk. Þegar að ég fór að kynna mér þetta betur og tala við stráka sem höfðu spilað hérna í Póllandi áður og þá meðal annars við Lech Poznan, byrjaði mér að lítast betur og betur á þetta,“ sagði Aron í samtali við Hörð Snævar, þáttastjórnanda 433.is

Byrjar frábærlega í Póllandi

Aron er búinn að spila 3 leiki fyrir Lech Poznan og skora 2 mörk í þeim leikjum. Lech Poznan er sem stendur í 8. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar.

„Þetta byrjaði frábærlega hjá mér, ég kem beint inn í byrjunarliðið, skora sigurmarkið og við vinnum 1-0. Liðið er búið að vera í smá ströggli en nú eru einhver þrjú-fjögur stig upp í fjórða sætið þannig við horfum bara bjartir fram á veginn,“ sagði Aron.

Mynd: Lech Poznan

Gat valið úr fjölda tilboða

Aron var síðast á mála hjá sænska liðinu Hammarby. Samningur hans við félagið rann út um áramótin og mörg félög höfðu áhuga á því að semja við leikmanninn í kjölfarið. Aron tók sér góðan tíma í að taka ákvörðun en var aldrei hræddur um að finna ekki félag.

„Ég veit ekki hverju ég átti von á þessum tíma, ég fékk mjög gott tilboð  frá Bandaríkjunum um miðjan desember. Síðan komu lið úr hollensku deildinni, Tyrklandi og Grikklandi. Það kom alveg helling af tilboðum en ekkert sem ég var tilbúinn til að fórna öllu strax fyrir. Þegar leið á febrúarmánuð byrjaði maður að hugsa sig um. Lech Poznan kom með einhver 3-4 tilboð í mig og síðan ákvað ég að kýla á þetta,“ sagði Aron.

Aron í leik með Lech Poznan / GettyImages

Úff hvað er ég búinn að koma mér út í“

Aron viðurkenndi þó að hafa fengið efasemdir er hann horfði á sinn fyrsta leik með Lech Poznan. Leikstíllinn í Póllandi er ólíkur því sem hann hefur vanist.

„Þetta er töluvert öðruvísi en í Svíþjóð og Hollandi en svipar töluvert til fótboltans sem er spilaður í Þýskalandi. Það er mikil harka hérna, menn eru mikið í tæklingum. Ég man þegar að ég horfði á fyrsta leikinn með liðinu og hugsaði með sjáfum mér ‘úff hvað er ég búinn að koma mér út í.“

Ætlar sér sæti í bandaríska landsliðinu

Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar Aron ákvað að leika fyrir bandaríska landsliðið frekar en það íslenska. Aron fæddist í Bandaríkjunum en hafði leikið með yngri landsliðum Íslands.

Aron í leik með bandaríska landsliðinu /GettyImages

Hann hefur nú spilað 19 landsleiki með bandaríska landsliðinu en hefur ekki verið valinn í landsliðshópinn að undanförnu. Það er hins vegar markmið Arons að vinna sér inn sæti í landsliðinu á nýjan leik.

„Það eina sem ég get gert er að standa mig hér með mínu liði, ég ætla ekkert að ljúga því að það er markmið hjá mér að komast aftur í landsliðið,“ sagði Aron Jóhannsson, leikmaður Lech Poznan.

Knattspyrnuþátturinn 433.is er  sendur út á þriðjudögum klukkan 21:30 á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Fyrsta þátt má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Markaþurrð Adama Traoré á enda er Wolves stálu sigri

Markaþurrð Adama Traoré á enda er Wolves stálu sigri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ryan Babel orðinn rappari?

Ryan Babel orðinn rappari?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lilja leggur mikla áherslu á að íþróttir fari af stað sem fyrst – Hefur rætt við Þórólf og Svandísi

Lilja leggur mikla áherslu á að íþróttir fari af stað sem fyrst – Hefur rætt við Þórólf og Svandísi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verður Jota á bekknum hjá Liverpool um helgina?

Verður Jota á bekknum hjá Liverpool um helgina?
433Sport
Í gær

Manchester United skoðar að nota Lingard sem skiptimynt – Myndi Rice styrkja miðsvæðið?

Manchester United skoðar að nota Lingard sem skiptimynt – Myndi Rice styrkja miðsvæðið?
433Sport
Í gær

Mbappe hefur ákveðið sig og ætlar að fara – Endar hann í Liverpool?

Mbappe hefur ákveðið sig og ætlar að fara – Endar hann í Liverpool?
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: 8-liða úrslitin hófust í kvöld – Manchester United vann sinn leik en Arsenal missteig sig

Evrópudeildin: 8-liða úrslitin hófust í kvöld – Manchester United vann sinn leik en Arsenal missteig sig
433Sport
Í gær

Fækkaði fötum og hljóp nakinn inn á völlinn – „Við sýnum þetta hægt í hálfleik“

Fækkaði fötum og hljóp nakinn inn á völlinn – „Við sýnum þetta hægt í hálfleik“