fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
433Sport

Á eftir barni kemur bolti – „Mikilvægt að hafa fyrirmyndir í þessum málum“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. mars 2021 21:30

Fanndís Friðriksdóttir - Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex vikur eru síðan ein fremsta knattspyrnukona Íslands eignaðist sitt fyrsta barn. Hún er byrjuð að æfa á nýjan leik og hefur háleit markmið. Fanndís Friðriks segir lykilinn að því að snúa aftur svo fljótt og vel á völlinn vera góðan nætursvefn en barnið sefur eins og steinn allar nætur.

Knattspyrnukonan Fanndís Friðriksdóttir hefur um langt skeið verið á meðal bestu knattspyrnukvenna landsins. Þessi
öfluga kona frá Vestmannaeyjum hefur síðustu vikur og mánuði þurft að taka því rólega þegar kemur að boltanum en Fanndís og
unnusti hennar Eyjólfur Héðinssoneignuðust sitt fyrsta barn þann 1. febrúar síðastliðinn. Fanndís lék fjóra leiki með Val síðasta sumar en dró sig í hlé þegar hún varð barnshafandi. Þeir sem þekkja til Fanndísar vita að það er ekki hennar helsti styrkleiki að taka því rólega en hún kveðst hafa saknað fótboltans

Saknaði fótboltans
Fanndís fagnar síðar á þessu ári 31 árs afmæli sínu en hún hefur á ferli sínum í meistaraflokki spilað með Breiðabliki og Val hér á landi. Hún hefur einnig átt góð ár í atvinnumennsku en hún lék í Noregi, Frakklandi og í Ástralíu. Fanndís er kröftugur og áræðinn sóknarmaður og hefur spilað 109 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 17 mörk.

„Það er búið að ganga ansi vel allt í þessu ferli, þegar maður er með risa kúlu framan á sér þá getur maður lítið hreyft sig. Það var skrýtið, ég æfði alveg ennþá fram á síðasta dag en var ekki í fótbolta. Maður saknaði þessi að vera ekki úti á velli með stelpunum,“ segir Fanndís um verkefnið að halda sig frá fótboltavellinum í nokkra mánuði. Það er ekki auðsótt fyrir metnaðarfullan leikmann.

Að komast á fulla ferð
Þrátt fyrir að aðeins séu sex vikur frá því að Fanndís fæddi stúlkubarn í heiminn er hún að komast á fulla ferð í fótboltanum. „Hún er bara sex vikna, það hefur gengið ótrúlega vel að komast aftur af stað. Ég er byrjuð að gera allt, ég var með í spili á æfingu á dögunum. Hugurinn er kominn lengra en líkaminn, ég nýt þess samt í botn að geta farið aftur út á völl,“ segir hún.

Fanndís hefur ekki sett neina dagsetningu á endurkomu sína, hún stefnir á að spila í sumar. Það virðist raunhæfur möguleiki en efsta deild kvenna fer af stað í byrjun maí. Valur er á pappír með yfirburða besta lið landsins og það kitlar Fanndísi að taka þátt í því ævintýri sem gæti átt sér stað. „Ég ætla ekki að setja neina brjálaða pressu á mig hvenær ég sný aftur, maður vill ekki setja neina dagsetningu ef hún gengur ekki upp. Ég stefni bara á að vera með í sumar.“

Breiðablik varð Íslandsmeistari síðasta sumar en liðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku í vetur, margir lykilmenn hafa horfið á braut. Fanndís og liðsfélagar hennar í Val eru því til alls líklegar. „110 prósent ætlum við að endurheimta titilinn, maður nennir þessu ekki nema að maður sé að vinna einhverja titla. Þegar maður hefur prufað það að vinna titla þá er það eitthvað sem maður vill gera aftur og aftur,“ sagði Fanndís en Valur varð síðast Íslandsmeistari haustið 2019

Barn sem sefur
Nýbakaðar foreldrar þekkja margir þá raun að svefn sem þótti svo sjálfsagður á næturnar þarf að víkja, börnin eru misjöfn eins og þau eru mörg. Sum sofa lítið sem ekkert á næturnar en önnur leggjast á koddann á kvöldin og eru þar til morguns, Fanndís er í hópi þeirra sem hafa fengið nægan svefn. „Ég hef ekki enn upplifað svefnlausar nætur, ég á stelpu sem sefur bara. Þess vegna getur maður kannski byrjað svona fljótt í boltanum aftur, ég sef vel og svefn er ansi stór hlutur af því að vera í íþróttum.“

Gulrótin
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið inn á Evrópumótið 2022, mótið átti að fara fram í ár en kórónaveiran varð til þess að því var frestað. Það kemur sér vel fyrir Fanndísi. „Auðvitað hjálpar það manni að gera þetta almennilega og koma vel til baka, það er gulrót. Það hefði verið erfitt fyrir mig að fara á EM í sumar, það er að því leytinu gott að ég hef lengri tíma til að koma mér í stand. En á móti kemur að ég verð eldri en það er svo sem fullt af gömlum kerlingum í þessu landsliði.“

Fanndís segir það mikilvægt fyrir sig að hafa séð leikmenn í kringum sig fara í gegnum barnsburð og koma aftur út á knattspyrnuvöllinn í fullu fjöri. „Margrét Lára hættir bara í fyrra. Það er gott að vita að þetta sé hægt því maður er með svo góðar fyrirmyndir. Margrét kom til baka í tvígang eftir að hafa eignast barn, Elísa (Viðarsdóttir) kom til baka eftir barnsburð, Dagný (Brynjarsdóttir) og fleiri. Það er möguleiki í þessu og það er mikilvægt að hafa fyrirmyndir í þessum málum,“ segir Fanndís sem horfir björtum augum á fótboltasumarið fram undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Owen og Fabregas tókust á

Owen og Fabregas tókust á
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að það verði að taka sex stig af United eftir ákvörðun Solskjær í gær

Segir að það verði að taka sex stig af United eftir ákvörðun Solskjær í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ítalía: Öruggur sigur Napoli í Meistaradeildarbaráttunni

Ítalía: Öruggur sigur Napoli í Meistaradeildarbaráttunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney fannst hræðilegt að spila frammi hjá United

Rooney fannst hræðilegt að spila frammi hjá United
433Sport
Í gær

Haraldur um óvænta uppsögn Rúnars í Garðabænum – „Þessi tíðindi komu mjög illa við mig“

Haraldur um óvænta uppsögn Rúnars í Garðabænum – „Þessi tíðindi komu mjög illa við mig“
433Sport
Í gær

Ólafur var rekinn í Danmörku í gær: „Þetta hefur allt farið niður á við“

Ólafur var rekinn í Danmörku í gær: „Þetta hefur allt farið niður á við“
433Sport
Í gær

Börkur ræðir stöðuna – Enn í dag duga tekjur kvennamegin ekki upp í kostnað

Börkur ræðir stöðuna – Enn í dag duga tekjur kvennamegin ekki upp í kostnað
433Sport
Í gær

Kjartan Henry riftir í Danmörku og er á leið til Íslands

Kjartan Henry riftir í Danmörku og er á leið til Íslands