fbpx
Miðvikudagur 21.apríl 2021
433Sport

Rúnar Már sér ekki út um annað augað – Arnar Þór hrósar karakter leikmanna

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 22:35

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var ekkert erfitt fyrir mig að horfa á þetta en leiðinlegt fyrir strákana,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi í undankeppni HM í kvöld. Um var að ræða fyrsta leik í nýrri keppni og fyrsta leik liðsins undir stjórn Arnars.

Þýskaland komst í 2-0 eftir sjö mínútna leik og brekkan var brött. „Við vissum að við værum að spila gegn sterku liði með frábærum leikmönnum. Leikplanið fer í vaskinn á annari mínútu. Það sem er verra er að fá annað markið eftir sjö mínútur. 1-0 úti á móti Þjóðverjum og þú ert alltaf inni í leiknum. Það þarf mikla karaktera til að standa í lappirnar, þetta fyrir að þetta hafi byrjað svona illa þá fannst mér strákarnir þegar leið á fyrri hálfleik finna taktinn. Þeir fundu lausnirnar á þeirra hreyfingum og sóknarbolta.“

„Maður hefur tíma í hálfleik til að fara yfir leikinn og ræða málin. VIð sjáum í seinni hálfleik að það býr rosalegur karakter í þessum strákum. Það er stórhættulegt ef þú byrjar svona gegn Þýskalandi að tapa mjög stórt. Ég er ánægður fyrir hönd leikmanna hvernig þeir kláruðu leikinn.“

Rúnar Már Sigurjónsson fór af velli í fyrri hálfleik og ástand hans er óvíst. „Rúnar fékk högg á höfuðið, hann sá ekki út um annað augað. ÉG hef ekki meiri upplýsingar um það, við vonum að þetta sé bara tímabundið í kvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrun hjá Manchester United á markaði

Hrun hjá Manchester United á markaði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ofurdeildin er öll – Lifði í þrjá sólarhringa

Ofurdeildin er öll – Lifði í þrjá sólarhringa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jökull hélt hreinu – Böddi Löpp lagði upp

Jökull hélt hreinu – Böddi Löpp lagði upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bayern með níu fingur á titlinum – Alfreð klúðraði víti

Bayern með níu fingur á titlinum – Alfreð klúðraði víti
433Sport
Í gær

Brottför Woodward staðfest af félaginu – ,,Viss um að þetta lið muni fljótlega lyfta bikurum aftur“

Brottför Woodward staðfest af félaginu – ,,Viss um að þetta lið muni fljótlega lyfta bikurum aftur“
433Sport
Í gær

Yfirlýsing frá Henderson: ,,Okkur líkar þetta ekki og viljum ekki að það verði af þessu“

Yfirlýsing frá Henderson: ,,Okkur líkar þetta ekki og viljum ekki að það verði af þessu“
433Sport
Í gær

Ekkert verður af ofurdeildinni

Ekkert verður af ofurdeildinni
433Sport
Í gær

Uppfærð frétt: Fleiri lið hætta við þátttöku í ofurdeildinni

Uppfærð frétt: Fleiri lið hætta við þátttöku í ofurdeildinni