fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
433Sport

U-beygja aldarinnar hjá Paul Pogba?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

U-beygja aldarinnar gæti átt sér stað á næstu vikum ef marka má frétt enska blaðsins Mirror í dag. Þar segir að Paul Pogba miðjumaður Manchester United sé opinn fyrir því að framlengja samning sinn við Manchester United.

Samningur Pogba við United er á enda eftir 16 mánuði, búist hefur verið við því síðustu mánuði að Pogba yrði seldur í sumar.

Pogba hefur opinberlega rætt um þá ósk sína að fara frá Manchester United, Mino Raiola umboðsmaður hans hefur einnig kveikt elda með því að ræða málið.

Pogba hefur sagt frá draumi sínum um að spila fyrir Real Madrid en hans gamla félag Juventus hefur einnig haft áhuga.

Kórónuveiran hefur hins vegar breytt landslaginu í fótboltanum, erfiðara er fyrir dýra og launaháa leikmenn að skipta um félög þessa stundina. Veiran hefur veikt fjárhag margra félaga en United gæti boðið Pogba góð laun.

United mun samkvæmt fréttum ræða framtíðina við Pogba á næstu vikum, hann gæti þá framlengt samning sinn eða tekið ákvörðun um að reyna að losna í sumar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Glæsimark Ara Freys dugði ekki til

Glæsimark Ara Freys dugði ekki til
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikael á skotskónum er Midtjylland komst á toppinn í Danmörku

Mikael á skotskónum er Midtjylland komst á toppinn í Danmörku
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu markið: Ari Freyr kom Norrköping yfir með stórglæsilegu marki – Þrumufleygur!

Sjáðu markið: Ari Freyr kom Norrköping yfir með stórglæsilegu marki – Þrumufleygur!
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Cavani kom boltanum í netið en markið var dæmt ógilt

Cavani kom boltanum í netið en markið var dæmt ógilt
433Sport
Í gær

Sænska deildin hefst í dag og allra augu eru á Ísaki Bergmann – „Býr yfir hæfileikum sem fáir geta státað sig af“

Sænska deildin hefst í dag og allra augu eru á Ísaki Bergmann – „Býr yfir hæfileikum sem fáir geta státað sig af“
433Sport
Í gær

Vilja fá Lingard til liðs við sig og koma í veg fyrir að hann fari til West Ham

Vilja fá Lingard til liðs við sig og koma í veg fyrir að hann fari til West Ham
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlega hegðun í gær: Skallaði vin sinn – „Þú getur labbað heim“

Sjáðu ótrúlega hegðun í gær: Skallaði vin sinn – „Þú getur labbað heim“
433Sport
Í gær

Mourinho með skot á Solskjær – Telur að Ferguson sé sammála

Mourinho með skot á Solskjær – Telur að Ferguson sé sammála