fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
433Sport

Opnar sig um pillufíkn sína eftir umfjöllun fjölmiðla

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska götublaðið The Sun hefur síðustu daga fjallað ítarlega um fíkn leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í svefnpillur. Jamie O´Hara fyrrum miðjumaður Tottenham hefur opnað sig um sína fíkn eftir umfjöllun blaðsins.

Enska götublaðið The Sun heldur því fram að fjöldi leikmanna í ensku úrvalsdeildinni séu nú orðnir háðir svefntöflum. Blaðið hefur fjallað um þessi mál síðustu vikur. Þeir sem þekkja til mála segja að leikmenn í deildinni séu farnir að bryðja Zopiclone eða Zolpidem eins og Cheerios hringi. The Sun segir að aukningin á meðal leikmanna sé mikil.

„Ég notaði þessar pillur mjög mikið, eftir leiki í miðri viku þá gat ég aldrei sofnað,“ sagði O´Hara um vandamál sitt með pillurnar.

Meira:
Stjörnurnar bryðja svefntöflur eins og Cheerios hringi – Börnin reyndu að vekja pabba sinn án árangurs

„Þú ert með adrenalínið á fullur, þú ert að hugsa um leikinn, stemminguna og stuðningsmenn. Ég varð háður pillunum, ég vildi fá svefnpillu alla daga og þetta var orðið mikið.“

„Ég myndi ekki telja mig hafa verið algjöran fíkil en það kom sá tímapunktur sem ég vildi hætta. Ég var farin að leita alltof mikið í þetta.“

The Sun sagði í gær að tveir aðrir leikmenn tengdir enska landsliðinu séu að kaupa mikið magn af svefnpillum á svarta markaðnum.

Þar segir að eiginkona annars þeirra hafi komið heim á dögunum, þar á knattspyrnuhetjan að hafa legið hálf meðvitundarlaus í sófa sínum. Börnin voru að reyna að vekja en hann vaknaði ekki, sama hvað þau reyndu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir stuðningsmenn Tottenham geta snúist gegn Kane ef hann fer – „Mun valda mörgum vonbrigðum“

Segir stuðningsmenn Tottenham geta snúist gegn Kane ef hann fer – „Mun valda mörgum vonbrigðum“
433Sport
Í gær

Áslaug Arna tók Lagerback í yfirheyrslu – „Ég er ekki bara að segja þetta þegar ég tala við þig“

Áslaug Arna tók Lagerback í yfirheyrslu – „Ég er ekki bara að segja þetta þegar ég tala við þig“
433Sport
Í gær

Viðari blöskrar og sakar nágranna sína í Hafnarfirði um lygar – „Mér er þvert um geð að þurfa að setja ofnagreint á blað“

Viðari blöskrar og sakar nágranna sína í Hafnarfirði um lygar – „Mér er þvert um geð að þurfa að setja ofnagreint á blað“
433Sport
Í gær

Fullyrðir að United sé komið vel á veg í viðræðum um kaup á Varane

Fullyrðir að United sé komið vel á veg í viðræðum um kaup á Varane
433Sport
Í gær

Lagerback á beinni línu hjá Áslaugu Örnu í dag

Lagerback á beinni línu hjá Áslaugu Örnu í dag
433Sport
Í gær

Bjartsýnn á að málin fari að skýrast með Laugardalsvöll sem sé barn síns tíma og „Takmarki möguleika okkar á að komast á stórmót“

Bjartsýnn á að málin fari að skýrast með Laugardalsvöll sem sé barn síns tíma og „Takmarki möguleika okkar á að komast á stórmót“