fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Er Gylfi Þór íslenska geitin? – Hrafnkell um Eið Smára: „Bara bull eftir þrítugt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 14:00

Gylfi Þór Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton tók á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Everton en leikið var á heimavelli liðsins, Goodison Park. Gylfi Þór var í byrjunarliði Everton og bar fyrirliðabandið í leiknum. Þá átti hann einnig stoðsendinguna í eina marki leiksins sem Richarlison skoraði á 9. mínútu.

Gylfi var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag þar sem Hjörvar Hafliðason ræddi við sérfræðinga sína um hann. Hjörvar kastaði fram þeirri spurningu hvort hægt væri að setja Gylfa Þór í flokk með Eiði Smára Guðjohnsen og Ásgeiri Sigurvinssyni sem bestu knattspyrnumenn í sögu Íslands.

Eiður Smári og Ásgeir léku með stærri félagsliðum á sínum ferli en Gylfi hefur gert, miðjumaðurinn úr Hafnarfirði hefur hins vegar náð mikið mun betri árangri með íslenska landsliðinu og spilað í sterkustu deildum í heimi síðustu ellefu árin.

„Þegar Kaninn ræðir hlutina, þeir velta því fyrir sér hver er geitin. Þegar við förum í geitar samtalið, er ekki Gylfi að nálgast þá Ásgeir og Eið Smára? Það er eitt sem þú verður að taka inn í þetta, það er lengd ferilsins. Við verðum að vera sanngjarnir, Eiður eftir þrítugt,“ sagði Hjörvar Hafliðason um málið og Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur Þáttarins hafði þetta að segja um feril Eiðs Smára eftir þrítugt.

„Bara bull,“ sagði Hrafnkell um seini ár Eiðs Smára á ferlinum, en 31 árs yfirgaf hann Barcelona og gekk í raðir Mónakó.

Arnar Sveinn Geirsson var með í samtalinu í þætti dagsins og hafði gaman af ummælum Hrafnkels. „Keli jarðaði Eið Smára eftir þrítugt á tveimur sekúndum,“ sagði Arnar Sveinn, forseti leikmannasamtakanna á Íslandi um ummæli Hrafnkels

Gylfi Þór Sigurðsson

Í umræðu í Bandaríkjunum er alltaf talað um geiturnar, þar er átt við þá bestu í sögunni. Hjörvar togaði fram staðreyndir um Gylfa sem hjálpa honum þegar rætt er um þann besta í sögu Íslands. „Gylfi er búinn að draga okkur á tvö stórmót, spilar alltaf fullt af leikjum. Flest úrvalsdeildar mörkin, lagt upp flest mörkin. Getum við farið með hann í geitar talið?,“ sagði Hjörvar.

Arnar Sveinn segir að Gylfi eigi svo sannarlega eiga heima í þessari umræðu. „Hann er búinn að vinna sér inn að það sé umræða, svo er þessi tölfræði hans. Það er galið að gefa honum ekki umræðuna, gæðin í honum eru rosalega mikil. Það sem styður hann í umræðunni, hann er draumur allra þjálfara. Það virðist ekki skipta máli hvað er í gangi, hann er fyrirliði hjá Ancelotti mjög oft. Samt er umræðan um að hann geti ekki neitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Í gær

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Í gær

Endar Martial hjá liði í London?

Endar Martial hjá liði í London?