fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Börkur kallar eftir breytingum – „Það kann ekki góðri lukku að stýra né getur talist eðlilegt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 12:17

Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals (fyrir miðju)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals útilokar ekki að uppstokkun verði í röðum ÍTF, hagsmunasamtaka eftir ársþing KSÍ sem fram fór um helgina.

Íslenskur toppfótbolti fór af stað fyrir nokkrum árum sem samtök félaga í efstu deild, nokkru síðar var næst efstu deild karla og kvenna bætt þar inn. Það var hart tekist á á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem ræddar voru tillögur um breytingu á efstu deild karla. Fram, Fylkir, ÍA og starfshópur KSÍ höfðu lagt inn tillögur um breytingu á mótafyrirkomulagi efstu deildar karla á ársþingi KSÍ sem fer fram þessa stundina. Fylkir og ÍA drógu tillögur sínar til baka og því var kosið um tvær tillögur, önnur þeirra var frá Fram og hin frá starfshópi KSÍ.

Fram lagði til fjölgun í efstu deild upp í 14 lið en starfshópurinn lagði til að áfram yrðu 12 lið en eftir tvöfalda umferð yrði deildin tvískipt þar sem sex efstu liðin myndu mætast og sex neðstu. Báðar þessar tillögur voru felldar en 2/3 þurftu að kjósa með tillögu svo hún gæti verið samþykkt. 58% voru með tillögu Fram en 54% með tvískiptri deild. Það er ekki nægur stuðningur og báðar tillögur því felldar. Efsta deild verður því áfram með sama hætti, tólf liða deild þar sem leikin er tvöföld umferð.

Börkur segir miður að ekki hafi tekist að fjölga leikjum í efstu deild um liðna helgi. „Það er slæmt að farið hafi verið á mis við það að fjölga gæðaleikjum í efstu deild sem gæti aukið markaðsverðmæti efstu deildar nú þegar gengið er til samninga um sjónvarpsréttinn til næstu ára. Það hefur sýnt sig í árangri íslenskra félagsliða síðustu ár í Evrópukeppnum að aðgerða er þörf og það er miður að engin skref hafi verið tekin í átt til þess að bæta samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu á þessu ársþingi,“ segir Börkur í samtali við Fréttablaðið.

Börkur útilokar ekki að ÍTF fari aftur til fortíðar og berjist fyrir hagsmunum bestu liða landsins. „Ég held að það sé ljóst eftir þetta þing að sá sáttagrundvöllur sem þarf að vera og á að vera til staðar hjá félögunum sem eru innan íslensks toppfótbolta (félögin í efstu tveimur deildum karla og kvenna) er ekki til staðar og við því þurfi að bregðast. Mér finnst það einsýnt að forráðamenn leiðandi félaga í íslenskri knattspyrnu muni hittast á næstu dögum og ræða framhaldið.“

„Það kemur alveg til greina að mínu mati að fara aftur í það fyrirkomulag sem var á hagsmunasamtökunum Íslenskum toppfótbolta þegar þau voru stofnuð, það er að stofna samtök sem gæta hagsmuna félaganna í efstu deild karla. Hagsmunir og framtíðarsýn flestra félaganna sem eru með lið í efstu deild í knattspyrnu eru ekki í takt við önnur félög og við því þarf að bregðast,“ segir Börkur.

Börkur segir það ekki eðlilegt að minni lið í neðri deildum hafi áhrif á efstu deild og hvernig hún fari fram. „Það kann ekki góðri lukku að stýra né getur talist eðlilegt að félög sem eru í neðri deildum stjórni því hvernig fyrirkomulagið sé í efstu deild þvert á vilja þeirra félaga sem þar leika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði