fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Eiður Smári: „Það er bara eins og góð fullnæging“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðar landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins, var gestur í þriðja þætti 433.is sem var sýndur á Hringbraut í gærkvöldi.

Eiður hefur starfað víða um heim sem álitsgjafi í sjónvarpi í tengslum við fótbolta, meðal annars í kringum Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina á SkySports. Eiður kann vel við sig í því hlutverki en vildi taka skrefið og fara að þjálfa.

„Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir fótboltann. Þjálfun er aðeins meira gefandi heldur en að vera álitsgjafi í sjónvarpi þó ég hafi mjög gaman af því starfi. Það er tiltölulega auðvelt fyrir mig að tala um leik sem ég hef spilað alla mína ævi,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.

Álitsgjafarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Cesc Fabregas / GettyImages

Ástríðan fyrir fótbolta dró hann í þjálfun

Eiður hefur verið að bæta við sig þjálfaragráðum upp á síðkastið.

„Ég er nánast búinn með A-gráðuna á bara eina æfingu eftir, Covid hefur sett smá strik í reikninginn hvað það varðar en það klárast annað hvort fyrir landsleikjatörn eða rétt eftir.“

Eiður er margreyndur knattspyrnumaður, spilaði með liðum á borð við Chelsea og Barcelona og starfaði þar með nokkrum af færustu knattspyrnustjórum í heiminum. Hann hefur því sankað að sér þekkingu um fótbolta frá því að hann var á unglingsaldri.

„Það er alveg sama hvaða gráðu þú ert með, þú ert alltaf með þínar hugmyndir og ég veit alveg um hvað leikurinn snýst.“

Gott að fara í grunnatriðin

Hann viðurkennir að það hafi verið sérstakt fyrir sig að sitja sum námskeið er hann var að bæta við sig þjálfaragráðum.

„Það er sérstakt. Það er margt af þessu sem mér fannst vera, ef ég á að vera hreinskilinn, fyrir neðan mína þekkingu. En aftur á móti er mjög gott að fara í grunninn, vinna bara með krökkum og fá þekkingu og tilfinningu fyrir því að fótbolti byrjar náttúrulega bara þegar að við byrjum að labba.“

„Það var gott að fá inn grunnstigið og ég hef miklu meira jákvætt heldur en neikvætt að segja um það. Inn á milli hugsaði ég auðvitað með mér ‘ég var nú atvinnumaður í fótbolta og ég kann að gefa innanfótar sendingu.’ En að kenna öðrum, það er allt annað ferli.“

Víða í öðrum löndum er tekið meira tillit til reynslu einstaklingsins sem er að vinna sér inn þjálfaragráðuna. Einstaklingar sem hafa mikla reynslu úr knattspyrnuheiminum fá þá jafnvel að sleppa grunnstigunum í þjálfaragráðunum. Eiður telur hins vegar að það sé gott fyrir verðandi þjálfara að fara í gegnum grunnatriðin.

„Það er rosalega gott að fara bara í grunninn. Þetta kemur ekki bara að því að vinna með krökkum og unglingum, heldur líka að fyrstu hjálp, sjúkraþjálfun og heilsufari. Það er svo margt sem spilar inn í.“

En horfir Eiður til einhverra af sínum fyrri þjálfurum í sínum ferli sem þjálfari?

„Ekki sem persónu eða karaktera, miklu frekar frá sjónarhorni æfinga og annarra hluta frá mínum ferli. Flestum dettur kannski í hug nöfn á borð við Pep Guardiola eða José Mourinho en ég fer svo langt út fyrir það, Ranieri, Advocaat og allskonar hlutir frá hverjum og einum sem maður tekur með sér.“

Eiður lék undir stjórn Guardiola hjá Barcelona

Gaf honum mikið að starfa með u-21 árs landsliðinu

Fótboltinn togaði mikið í Eið eftir að hann lagði knattspyrnuskóna á hilluna. Hann naut þess að vinna með u-21 árs landsliðinu og segir það hafa gefið sér mikið.

„Ég fann fyrir ástríðunni þegar að ég labbaði út á völl og fann andrúmsloftið. Það að vinna með undir 21-árs landsliðinu, með ungum strákum sem voru enn að móta sinn feril og að gefa af sér til þeirra gaf manni svo mikið til baka og maður fann bara að þeir kunnu mikið að meta það.“

Eiður hefur skýra sýn á þjálfarastarfið.

„Það sem þjálfarastarfið snýst um er að við setjum einhvern ramma fyrir liðið og leikmenn. Þegar að þú stendur síðan á hliðarlínunni, er það eina sem þú getur gert, að reyna stýra aðeins eða fínpússa hlutina.“

Það er fátt sem toppar það þegar að hlutirnir sem þjálfarinn er búinn að leggja upp fyrir leik, ganga upp að mati Eiðs.

„Ef að það sem þú ert búinn að leggja upp fyrir leikinn, kemur síðan í ljós í leiknum sjálfum og liðir skorar mark út frá því, það er bara eins og góð fullnæging.“

Viðtalið við Eið Smára Guðjohnsen í heild sinni, má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð