fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Segir efstu deild vera atvinnugrein – „Það er ekki pláss fyrir fleiri“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 22:00

Viðar Halldórsson, formaður FH. Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, var gestur í öðrum þætti 433.is sem sýndur var á Hringbraut á þriðjudagskvöld.

Þar ræddi hann ársþing KSÍ og þá ákvörðun sem þar var tekin að hafa mótafyrirkomulag óbreytt í efstu deild karla.

Tvær tillögur voru lagðar fram. Annars vegar tillaga Fram um að fjölga liðum í efstu deild upp í 14 og hins vegar tillaga starfshóps á vegum KSÍ sem lagði til 12 liða deild þar sem áfram yrðu 12 lið í deildinni en eftir tvöfalda umferð yrði deildin tvískipt þar sem sex efstu liðin myndu mætast og sex neðstu. Báðar tillögurnar voru felldar.

Viðar telur að þessi niðurstaða hafi ekki verið góð fyrir deildina hún sé leikinn eftir gömlu fyrirkomulagi og hann telur að það sé komin tími til að breyta því, tímarnir nú séu öðruvísi en fyrir 20-30 árum.

„Þetta var slæm niðurstaða að þessu leyti. Auðvitað var hún kannski fyrirséð og það er kannski það versta við það. Ég held að við höfum gleymt okkur svolítið núna í nokkur ár og þurfum að breyta til bæði innan fótboltans og að ég held bara líka í íþróttahreyfingunni almennt,“ sagði Viðar Halldórsson í sjónvarpsþætti 433.is.

En hvaða leið væri best fyrir efstu deild karla?

„Mörgum finnst og hefur fundist og það var nú svona hluti af því sem þessi starfshópur sagði, að líklegast væri best fyrir íslenskan fótbolta að fara í 10-liða efstu deild og þriggja umferða mót. 27 leikir sem væri þá fjölgun um fimm leiki. Nokkrir einstaklingar í starfshópnum vildu ekki fara þá leið þar sem þeir töldu að það yrði erfitt að fá hana í gegn.“

„Gallinn er náttúrulega sá að það eru alltof margir að fjalla um og ákveða hvernig efsta deild verður. Við erum svolítið að reyna finna upp hjólið hérna á Íslandi, við þurfum þess ekki vegna þess að við vitum hvernig þetta er í kringum okkur.“

Efsta deild karla er komin á það stig að verða atvinnugrein samkvæmt Viðari og hann vill að það sé þá komið fram við hana eins og hún sé það.

„Það er horft allt of mikið á okkur þannig að það sé svona hálfgerður ungmennafélagsandi í gangi eins og var fyrir 20-30 árum. Þetta er orðin atvinnugrein, það er ekkert endalaust pláss fyrir fleiri lið í þessari atvinnugrein og við verðum að sætta okkur við það. En um leið verðum við líka að gera vel fyrir neðri deildirnar.“

„Það er ekki þar með sagt að þótt ein deild verði 10 liða að hitt þurfi að versna, við þurfum líka að reyna bæta það. Það er ekki pláss fyrir fleiri.“

Þáttinn og viðtalið við Viðar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru
Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana