fbpx
Föstudagur 23.apríl 2021
433Sport

Freyr nýtur sín í breyttu umhverfi í Katar – „Núna er þetta allt öðruvísi“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, hægri hönd Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi í Katar var gestur í 2. þætti 433.is sem var sýndur á Hringbraut í gærkvöldi. 

Al-Arabi hefur gengið vel á þessu ári undir stjórn Heimis og Freys. Hjá Al-Arabi er íslensk þríeyki við auk Heimis og Freys er Bjarki Már Ólafsson, leikgreinandi hjá félaginu.

„Við erum mjög ánægðir með taktinn í liðinu núna, hann er búinn að vera fínn frá því í desemberbyrjun. Við höfum tapað einum bikar- og einu deildarleik síðan þá, þannig að af síðustu fjórtán leikjum höfum við aðeins tapað tveimur.“

Mynd: Skjáskot

Telur að Al-Arabi geti skákað Xavi og lærisveinum hans í Al-Sadd

Al-Sadd er besta liðið í katörsku deildinni. Liðið spilar undir stjórn Barcelona goðsagnarinnar, Xavi og hefur leikmenn á borð við Santi Cazorla, fyrrum leikmann Arsenal, innanborðs. Freyr telur að Al-Arabi geti veitt Al-Sadd samkeppni.

Xavi, knattspyrnustjóri Al-Sadd / GettyImages

„Við erum að nálgast þá en þeir eru með langbesta liðið, langmestu breiddina og að mér skilst langmestu peningana líka. Við getum sagt að þetta sé yfirburðarlið enda ekki búnir að tapa leik í deildinni. Mér finnst við geta gefið þeim leik hérna og síðan næstbesta liðið líka, aðrir eiga ekki bara séns í þá.“

Fékk ennþá stærra hlutverk í fjarveru Heimis

Freyr stýrði sínum fyrsta leik um daginn, akkúrat á móti Al-Sadd í fjarveru Heimis Hallgrímssonar sem greindist með Covid-19.  Úr varð spennandi leikur sem endaði með grátlegu 3-2 tapi fyrir Al-Arabi.

„Það var alveg hrikalega svekkjandi tap, þetta var bara þvílíkur aulaskapur að kasta þeim leik frá sér þegar við erum yfir þegar 89. mínútu eru liðnar af leiknum. Það er bara hræðilegt, sérstaklega vegna þess að Al-Arabi hefur ekki unnið Al-Sadd síðan 2012. Þetta var kjörið tækifæri og við tókum það ekki.“

Aron Einar Gunnarsson gat ekki spilað með Al-Arabi í leiknum vegna meiðsla og Freyr er ekkert að fela það hversu mikilvægur Aron Einar er Al-Arabi.

„Ég get alveg sagt það við íslenskan fjölmiðil að ef Aron Einar Gunnarsson hefði verið inn á vellinum þá hefðum við lokað þessum leik. Hann festist í hálsinum í upphitun og við reyndum alveg fram á síðustu sekúndu að tjasla honum saman en það gekk ekki.“

GettyImages

„Aron er bara hrikalega mikilvægur fyrir okkur og hann er í þrusu standi. Hann hefur verið að spila hrikalega vel en við finnum mjög mikið fyrir því þegar hann er ekki með okkur.“

Covid-19 faraldurinn hafði nokkur áhrif á Al-Arabi

Covid-19 veiran náði bólfestu innan leikmannahóps og starfsliðs Al-Arabi en betur fór en á horfðist.

„Já auðvitað hafði það áhrif og það var óþægilegt að Heimir lendir í þessu og verður veikur og einangrast. Maður hafði bara áhyggjur af því en sem betur fer voru einungis tveir leikmenn sem að smituðust líka og þeir voru ekki mikið veikir og ekki fastamenn í byrjunarliðinu.

Það hjálpaði Al-Arabi á þessum tíma að gengi liðsins hafði verið gott vikurnar á undan.

„Við náðum bara svona nokkurnveginn að halda sama takti í liðinu. Eins og við Heimir vinnum saman þá gefur hann mér og Bjarka stór hlutverk þannig að þetta var ekkert rosalega frábrugðið, það er að segja æfingarnar, fundirnir og annað. Við vorum með momentum með okkur og við héldum því bara gangandi.“

Heimir nýtur mikillar virðingar hér

Það er ljóst á orðum Freys að Heimir sé mikils metinn hjá Al-Arabi.

„En það sem við söknuðum auðvitað var nærveran frá Heimi. Hann er stór og mikill karakter sem nýtur mikillar virðingar hér í Katar og þá sérstaklega hér hjá félaginu. Hans var saknað, ekki spurning.“

GettyImages

Nýtur þess að starfa nú hjá félagsliði

Freyr hefur helgað stóran hluta af sínum þjálfaraferli innan raða Knattspyrnusambands Íslands, nánar tiltekið með A landsliði kvenna og karla, annað hvort sem þjálfari eða með því að vinna ýmsa greiningarvinnu um mótherja Íslands.

GettyImages

Freyr naut tímans í kringum landslið Íslands en hann er mjög ánægður í núverandi umhverfi þar sem hann vinnur með leikmönnum og starfsliði Al-Arabi alla daga.

„Það er ótrúlega góð tilbreyting en ég hef ekkert nema gott að segja um landsliðsumhverfið, ég naut tímans þar alveg gríðarlega mikið. Núna er þetta allt öðruvísi, ég var búinn að geyma í skúffuni alskonar hugmyndir sem ég vildi gera tilraunir með hjá félagsliði, Heimir leyfir mér að fá útrás fyrir það og það gefur mér mjög mikið.“

Erik Hamren og Freyr á góðri stundu
Getty Images

„Svo er ég með Bjarka með mér í því að þróa þá hluti. Það er partur af því að ég nýt mín hérna, við sem teymi erum að þróa okkur og byggja ákveðið mynstur sem að við viljum að einkenni liðin okkar.“

„Heimir er búinn að formatta liðið varnarlega séð alveg upp á tíu, liðið er ekkert eðlilega vel rútínað varnarlega séð. Hann hefur gert alveg stórkostlega hluti. Svo erum við að taka nokkur skref fram á við með því að þróa nýja hluti og ég fæ að njóta mín þar. Ég viðurkenni það alveg að ég saknaði þess mjög mikið, þetta er alveg meiriháttar gaman.“

Framtíðin óljós hjá þríeykinu

Það er ekki komið á hreint hvort að Heimir og hans teymi haldi áfram hjá Al-Arabi eftir tímabilið. Ýmsar sögusagnir fóru á kreik um að þeir gætu haldið annað.

„Við erum ekkert nær því akkúrat núna, við erum ánægðir og það gengur vel, klúburinn vill halda okkur og við þurfum eiginlega bara að fá að klára tímabilið og allavegana fram yfir landsleikjahléð áður en við gefum einhver svör um það hvað við munum gera.“

Freyr vill ekki meina að það séu önnur járn í eldinum, að minnsta kosti ekkert sem hann vill tjá sig um á þessari stundu.

„Nei ekkert sem ég get eitthvað verið að tjá mig um, þessi fótboltaheimur er náttúrulega bara alltaf á fullu. Það er alltaf eitthvað í gangi en ekkert sem er að draga okkur eitthvað annað akkúrat núna, ekkert sem ég get sagt frá.“

Annan þátt 433.is sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöldi, má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lásu stjórnarmönnum Arsenal pistilinn er þeir útskýrðu umdeilda ákvörðun – „Hafið ekki hugmynd um hvað á sér stað hérna“

Lásu stjórnarmönnum Arsenal pistilinn er þeir útskýrðu umdeilda ákvörðun – „Hafið ekki hugmynd um hvað á sér stað hérna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarga Covid vegabréf áhorfendaleysinu?

Bjarga Covid vegabréf áhorfendaleysinu?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pepsi Max deildin: Hvar er stemningin?

Pepsi Max deildin: Hvar er stemningin?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ný bresk Ofurdeild á leiðinni?

Ný bresk Ofurdeild á leiðinni?
433Sport
Í gær

Real Madrid á toppinn eftir sigur á Cádiz – Benzema frábær

Real Madrid á toppinn eftir sigur á Cádiz – Benzema frábær
433Sport
Í gær

Tvö rauð í endurkomusigri Manchester City á Aston Villa

Tvö rauð í endurkomusigri Manchester City á Aston Villa
433Sport
Í gær

Bale og Son tryggðu Tottenham mikilvæg stig í Evrópubaráttunni

Bale og Son tryggðu Tottenham mikilvæg stig í Evrópubaráttunni
433Sport
Í gær

Sara Björk og Árni Vill eiga von á barni

Sara Björk og Árni Vill eiga von á barni