fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
433Sport

Hótanir á hótanir ofan um helgina – Segir Jón Kaldal framtakslausan: „Það má alveg kalla þetta hótun“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. mars 2021 09:37

Viðar og Jón Kaldal Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart tekist á á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem ræddar voru tillögur um breytingu á efstu deild karla. Fram, Fylkir, ÍA og starfshópur KSÍ höfðu lagt inn tillögur um breytingu á mótafyrirkomulagi efstu deildar karla á ársþingi KSÍ sem fer fram þessa stundina. Fylkir og ÍA drógu tillögur sínar til baka og því var kosið um tvær tillögur, önnur þeirra var frá Fram og hin frá starfshópi KSÍ.

Fram lagði til fjölgun í efstu deild upp í 14 lið en starfshópurinn lagði til að áfram yrðu 12 lið en eftir tvöfalda umferð yrði deildin tvískipt þar sem sex efstu liðin myndu mætast og sex neðstu. Báðar þessar tillögur voru felldar en 2/3 þurftu að kjósa með tillögu svo hún gæti verið samþykkt. 58% voru með tillögu Fram en 54% með tvískiptri deild. Það er ekki nægur stuðningur og báðar tillögur því felldar. Efsta deild verður því áfram með sama hætti, tólf liða deild þar sem leikin er tvöföld umferð.

Viðar Halldórsson, formaður FH fór mikinn í umræðum málið og sagði sína skoðun, FH studdi þá tillögu að tvískipta efstu deild eftir tvær umferðir sem starfshópur KSÍ lagði fram. „Ég held að við verðum að gera okkur grein fyrir því, ef tillaga Fram verður samþykkt þá erum við að kljúfa hreyfinguna verulega. Við getum talað um lítil félög og stór félög og verið sitthvoru megin og barið okkur á brjósti endalaust. Ég held að við verðum að gera okkur grein fyrir því að við á Íslandi erum ekki að finna upp hjólið í fótbolta, það er svo langt því frá. Við horfum í kringum okkur, þar sem að íbúafjöldi eru verulega meiri en hér. Með 14 liða efstu deild væru 25 þúsund íbúar á bak við hvert lið, við erum úti á sjó,“ sagði Viðar nokkuð ómyrkur í máli á ársþingi KSí.

Viðar færði rök fyrir skoðun sinni og sagði að horfa þyrfti á að gera fótboltann hér á landi að markaðsvöru. „Við ættum að horfa á það sem gerst hefur í fótboltanum í Evrópu, við sáum frábæran ársreikning frá knattspyrnusambandinu áðan. Þar sem framlag til UEFA voru um 800 milljónir, hvernig hefur þetta þróast á undanförnum árum? Þeir í Evrópu vita að fótboltinn er markaðsvara, þeir hafa gert hann að markaðsvöru. Þar er hugsað um gæði leikjanna í Meistaradeildinni sem gefa pening, það er alveg ljóst að ef tillaga Fram er samþykkt erum við að búa til mesta klofning í sögu fótboltans. Það er alveg ljóst að félög innan hreyfingarinnar sem kallast stærri félög í hreyfingunni, skiptir ekki máli. Þau munu ekki sætta sig við þetta, þau munu nýta sinn rétt fram í fingurgóma og sá réttur er mikill.“

Gremja í Safarmýrinni?:

Viðar hélt áfram í ræðu sinni og sagi að tillaga Fram lyktaði að gremju. Liðið komst ekki upp í efstu deild karla á síðasta ári vegna markatölu, mótið var blásið af og Leiknir sem var með sama stigafjölda og Fram fór upp á markatölu. „Ég skil gremju Fram yfir því hvernig mótinu lauk á síðasta ári, það er eðlileg gremja. En við eigum ekki að láta einhverja tímabundna gremju út af því að þeir vilja meina að þeir hafi átt að fara upp. Við þurfum að skoða þetta mikið betur.“

Ásgrímur Helgi Einarsson formaður knattspyrnudeildar Fram sagði enga gremju vera í Safarmýrinni. „Ég vil svara Viðari, um að mótslok í fyrra hafi eitthvað með þetta að gera. Það er af og frá. Hótanir um að slíta sig frá hreyfingunni staðfesta vilja þessara stóru félaga um að gera það,“ sagði Ásgrímur.

Viðar sagði að það mætti alveg túlka orð sín sem hótun. „Það eru ýmsar skoðanir í gangi, reynslan er mest í þessum stóru liðum. Þar hafa menn setið í stafni áraraðir og haft fyrir því sem þar hefur gerst. Hótanir, það má alveg kalla þetta hótun. Við höfum orðið varir við það síðustu daga að það hafi verið hótanir um hitt og þetta, ef ekki 30 prósent af tekjum efstu deildar fari ekki niður að þá verður þetta og þá verður hitt. Það er eitt að hóta en annað að hafa skoðanir,“ sagði Viðar um stöðu mála.

Málið hélt áfram á samfélagsmiðlum:

Umræður Viðars vöktu athygli á samfélagsmiðlum og skrifaði Guðmundur Benediktsson. „Engin er betri í að hrista aðeins upp í ársþingi knattspyrnusambandsins,“ skrifaði Guðmundur og birti mynd af Viðari.

Jón Kaldal sem starfaði fyrir Þrótt á sínum tíma segir að enginn nenni að hlusta á Viðar. „Er fólk ekki löngu hætt að klippa sér upp við þetta? Algerlega fyrirséð á hverju ári. Fundargestir nenntu varla að lyfta brúnum yfir ræðum Viðars þau þing sem ég sat fyrir Þrótt á sínum tíma.“

Viðar sem kallar ekki allt ömmu sína segir að það komi ekki á óvart að framtakslaus maður eins og hann kallar Jón Kaldal sé með þessa skoðun. „Hvaða skoðun Jón Kaldal hefur á framlagi mínu á KSÍ þingum er mér ekki ofarlega í huga, enda man ég eftir framlagi frá honum á þeim vettvangi, kannski viðbúið og óeðlilegt að “framtakslausir” menn hafi e-ð til málanna að leggja, reynslulausir bæði í boltanum og rekstri,“ sagði Viðar um færslu Jóns.

Ársþingið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stilla Neymar upp við vegg

Stilla Neymar upp við vegg
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Högg í maga Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Pogba sparkar fast í Mourinho sem nú liggur vel við höggi

Pogba sparkar fast í Mourinho sem nú liggur vel við höggi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Brutust inn í nótt og notuðu byssur til að ógna þeim – Tveggja ára sonur þeirra horfði á allt

Brutust inn í nótt og notuðu byssur til að ógna þeim – Tveggja ára sonur þeirra horfði á allt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aubameyang lagður inn á spítala eftir að hafa greinst með malaríu

Aubameyang lagður inn á spítala eftir að hafa greinst með malaríu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stólpagrín gert að Tottenham sem kynnti til leiks nýjan styrktaraðila sem gerir mikið úr titlaleysi félagsins

Stólpagrín gert að Tottenham sem kynnti til leiks nýjan styrktaraðila sem gerir mikið úr titlaleysi félagsins
433Sport
Í gær

Kórdrengir brutu reglur um sóttkví í Reykjavík – Lögreglan hafði afskipti af þeim

Kórdrengir brutu reglur um sóttkví í Reykjavík – Lögreglan hafði afskipti af þeim
433Sport
Í gær

Margir Íslendingar reiðir eftir gærkvöldið: Skorar á Sóla Hólm – Af hverju var hann að reima skóna?

Margir Íslendingar reiðir eftir gærkvöldið: Skorar á Sóla Hólm – Af hverju var hann að reima skóna?