fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
433Sport

Hörmungar Manchester United gegn stóru strákunum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. mars 2021 10:47

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea fengu Manchester United í heimsókn á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í gær. Thomas Tuchel var að stýra Chelsea í níunda skiptið og á hann enn eftir að tapa með liðið. Liðin gerðu 0-0 jafntefli í fyrri leik sínum á leiktíðinni og voru það einnig úrslitin í gær.

Stærsta atvik leiksins var í fyrri hálfleik þegar boltinn fór í hendina á Callum Hudson-Odoi innan vítateigs Chelsea. Dómarinn virtist ekki sjá atvikið og leikurinn hélt áfram en var að lokum stöðvaður fyrir VAR-skoðun. VAR taldi hins vegar ekki vera ástæða til að dæma vítaspyrnu og leik því haldið áfram.

Erfiðleikar United gegn stóru liðum deildarinnar heldur áfram, liðið hefur ekki unnið eitt af stóru sex liðunum á þessu tímabili.

United hefur aðeins skorað eitt mark gegn stóru liðunum en það kom í 1-6 tapi gegn Tottenham, það mark kom úr vítaspyrnu.

Í síðustu fjórum leikjum gegn stóru liðunum hafa leikirnir endað með markalausu jafntefli. United á stórleik aftur um næstu helgi þegar liðið heimsækir Manchester City.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Brutust inn í nótt og notuðu byssur til að ógna þeim – Tveggja ára sonur þeirra horfði á allt

Brutust inn í nótt og notuðu byssur til að ógna þeim – Tveggja ára sonur þeirra horfði á allt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Misstu vinnuna eftir þessa færslu

Misstu vinnuna eftir þessa færslu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stólpagrín gert að Tottenham sem kynnti til leiks nýjan styrktaraðila sem gerir mikið úr titlaleysi félagsins

Stólpagrín gert að Tottenham sem kynnti til leiks nýjan styrktaraðila sem gerir mikið úr titlaleysi félagsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir stuðningsmenn Tottenham geta snúist gegn Kane ef hann fer – „Mun valda mörgum vonbrigðum“

Segir stuðningsmenn Tottenham geta snúist gegn Kane ef hann fer – „Mun valda mörgum vonbrigðum“
433Sport
Í gær

Setja öll egg í þá körfu að fá Haaland

Setja öll egg í þá körfu að fá Haaland
433Sport
Í gær

Viðari blöskrar og sakar nágranna sína í Hafnarfirði um lygar – „Mér er þvert um geð að þurfa að setja ofnagreint á blað“

Viðari blöskrar og sakar nágranna sína í Hafnarfirði um lygar – „Mér er þvert um geð að þurfa að setja ofnagreint á blað“