fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Stefán segir RÚV ekki hafa efni á landsleikjum Íslands – Sumir tala um innkomu Viaplay sem aðför

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aðili á fjömiðlamarkaði sem Morg­un­blaðið ræddi við nefndi að inn­koma Viaplay á íþrótta­leikja­markaðinn væri aðför að ís­lensk­um íþrótta­stöðvum,“ þetta segir í frétt Morgunblaðsins í dag þar sem rætt er um þá staðreynd að streymisveitan Viaplay hafi tryggt sér réttinn á landsleikjum Íslands frá og með næsta ári og til ársins 2028.

Þegar íslenska landsliðið hefur leik í Þjóðadeildinni 2022 og í undankeppni EM 2024 geta íslenskir áhorfendur fylgst með öllu sem gerist á streymisveitunni Viaplay. Auk íslenska landsliðsins verður Viaplay heimili allra annarra landsleikja í Evrópu frá 2022-2028. Kaupin á sýningarrétti frá landsleikjum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu koma í kjölfarið á kaupunum á sýningarrétti Meistaradeildar Evrópu, Evrópudeildinni og UEFA Conference League.

Ljóst er að streymisveitan hefur tekið verulega til sín af vinsælu íþróttaefni og yfir því kvarta sumir, þar á meðal Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. „Þetta er um­hugs­un­ar­vert, og ekki í takt við það sem fólkið í land­inu vill. Lands­leik­ir eru mjög vin­sælt sjón­varps­efni sem til þessa hafa verið í op­inni dag­skrá, eða í það minnsta mjög vel aðgengi­leg­ir fyr­ir alla,“ seg­ir Stefán við Morgunblaðið.

Hann segir RÚV ekki hafa haft efni á þessum pakka en Morgunblaðið segir að Viaplay borgi um 100 milljónir á ári fyrir pakkann. „Við höfðum hins veg­ar ekki fjár­hags­lega burði til að keppa við það sem var þarna á ferðinni.“

Það er UEFA sem sér um að selja réttinn af landsleikjum en með hærra verði fær KSí hærri upphæð í sinn vasa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
433Sport
Í gær

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“
433Sport
Í gær

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“