fbpx
Sunnudagur 11.apríl 2021
433Sport

Sjónvarpsgláp nýttist Gylfa Þór heldur betur síðustu helgi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannaslagurinn milli Liverpool og Everton fór fram á Anfield um helgina. Um var að ræða fyrstu viðureign liðanna síðan Jordan Pickford, markmaður Everton, tæklaði Virgil van Dijk, lykilmann Liverpool, með þeim afleiðingum að hann meiddist en hann er ennþá meiddur. Sá leikur endaði með jafntefli sem var ansi svekkjandi fyrir Liverpool-menn.

Liverpool var hins vegar í vandræðum um helgina og vann Everton að lokum 0-2 sigur þar sem Gylfi Sigurðsson skoraði seinna markið.

Gylfi Þór ræddi vítaspyrnuna við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum og þar kom fram að sjónvarpsgláp hans fyrir leikinn hafi hjálpað mikið til.

„Það fer eftir því hvernig víti ég hef hugsað mér að taka, ég var að klára þáttaröðina á Amazon þar sem þeir fylgja Brasilíu í Copa America, kvöldið áður. Ég sé töluvert af honum á æfingum og í leikjum, þar sem þeir fara í vítaspyrnukeppni,“ sagði Gylfi á Símanum um Alisson Becker markvörð Liverpool, hann ver mark Brasilíu og því komm sjónvarpsglápið sér vel.

„Ég sá víti af honum, þetta er bara að bíða og sjá hvert markvörðurinn fer.“

Gylfi byrjaði á bekknum í leiknum en þegar vítaspyrnan var dæmd ákvað Carlo Ancelotti að Gylfi færi á punktinn. Fyrir leik hafði verið ákveðið að Richarlison væri skyttan.

„Þjálfarinn kallaði inn á völlinn að ég ætti að taka þetta, hann varð að stíga til hliðar.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dortmund sigraði Stuttgart í markaleik

Dortmund sigraði Stuttgart í markaleik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea upp í fjórða sætið

Chelsea upp í fjórða sætið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikilvægur sigur Liverpool í dramatískum leik

Mikilvægur sigur Liverpool í dramatískum leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tap í fyrsta leik Þorsteins

Tap í fyrsta leik Þorsteins
433Sport
Í gær

El Clásico: Ræður hraðinn úrslitum?

El Clásico: Ræður hraðinn úrslitum?
433Sport
Í gær

Markaþurrð Adama Traoré á enda er Wolves stálu sigri

Markaþurrð Adama Traoré á enda er Wolves stálu sigri