fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
433Sport

Grunaður um hrottalegt ofbeldi gegn unnustu sinni – Hún tók eigið líf á afmælisdegi sonar síns

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 09:09

Kasia Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jerome Boateng varnarmaður FC Bayern er grunaður um að hafa lamið unnustu sína Kasia Lenhardt. Mál gegn honum hefur verið tekið til rannsóknar á nýjan leik skömu eftir andlát hann.

Kasia Lenhardt 25 ára fyrirsæta frá Póllandi fannst látin í íbúð sinni í Berlín í upphafi febrúar. Viku áður hafði Boateng slitið sambandi þeirra.

Þýskir fjölmiðlar segja frá því að Kasia hafi fundist látin í lúxus íbúð í eigu Boateng. Íbúðin er staðsett í Charlottenborg hverfinu í Berlín. Þar segir enn fremur að Kasia hafi tekið eigið líf sama dag og sonur hennar fagnaði sex ára afmæli sínu.

Boateng var árið 2019 sakaður um að hafa ráðist á Kasiu og lamið hana nokkuð harkalega, málið var rannsakað en fór ekki lengra. Samband þeirra hélt svo áfram en var stormasamt, ný sönnunargögn hafa hins vegar komið fram eftir andlát Kasia.

Boateng er sakaður um að hafa lamið hana og rifið hluta af eyrnasnepli hennar. „Málið var aftur tekið upp 10 febrúar, við fengum nýjar upplýsingar í gegnum rannsóknina á andláti hennar. Það gæti gefið okkur vísbendingar til að halda áfram með málið,“ segir saksóknari í Munchen.

Vinir stúlkunnar setja ábyrgð á hendur Boateng sem hafði viku fyrir andlát hennar rætt sambandsslitin við þýska fjölmiðla. Boateng ákvað að slíta sambandinu í upphafi árs þegar Kasia hafði klessukeyrt bifreið hans undir áhrifum áfengis. „Kasia varð unnusta mín eftir að hafa náð að slíta mig frá fyrrum unnustu minni,“ sagði Boateng í síðustu viku

„Ég ákvað að standa með Kasia og reyndi að láta það ganga, Kasia vildi að við myndum gera sambandið opinbert. Kasia hótaði mér oft á meðan sambandi okkar stóð, hún hótaði að stúta ferli mínum og koma í veg fyrir að ég gæti hitt börnin mín.“

„Kasia sagðist ætla að saka mig um að hafa lamið sig, hún vissi að móðir barnanna minna hefði ásakað mig um það. Kasia hafði samband við hana og sagðist ætla að hjálpa henni fyrir dómi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tyllir sér á toppinn sem sá launahæsti – Fær 67 milljónir á viku

Tyllir sér á toppinn sem sá launahæsti – Fær 67 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alba er þriðja barn þeirra sem fæðist á sama deginum

Alba er þriðja barn þeirra sem fæðist á sama deginum
433Sport
Í gær

Segir Manchester United geta gleymt því að fá Haaland – „Þeir eru ekki nægilega góðir“

Segir Manchester United geta gleymt því að fá Haaland – „Þeir eru ekki nægilega góðir“
433Sport
Í gær

Ljóst að Bayern tekst ekki að bæta met Manchester United

Ljóst að Bayern tekst ekki að bæta met Manchester United