fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Balotelli kastaði pílum í átt að Gunnari: „Maður hugsar að það sé eitthvað að“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 12:40

Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Nielsen markvörður FH og landsliðsmarkvörður Færeyja er gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið hjá Jóhanni Skúla. Gunnar hefur átt ansi merkilegan feril.

Gunnar var 21 árs árið 2007 þegar hann samdi við enska liðið Blackburn, tveimur árum síðar gekk hann í raðir Manchester City. City var þá að verða stórveldi og var Gunnar í herbúðum félagsins til ársins 2012.

Gunnar kom til Íslands árið 2015 og gekk í raðir Stjörnunnar en ári síðar gekk hann í raðir FH þar sem hann er í dag.

Mario Balotelli var í herbúðum Manchester City á þessum árum, þessi litríki framherji frá Ítalíu var oft að koma sér í klandur hjá City og ergja liðsfélaga sína.

„Ég man eftir einu atviki þar sem við sem vorum í varaliðinu vorum að gera armbeygjur og magaæfingar. Allt í einu byrjaði hann að kasta pílum í átt að okkur,“ sagði Gunnar um atvikið þegar Balotelli fór að kasta pílum á leikmenn félagsins.

Sem betur fer enduðu pílurnar frá Balotelli ekki í Gunnari eða liðsfélögum hans. Gunnar lék einn leik í ensku úrvalsdeildinni með City og það gegn Arsenal.

„Þetta lenti einhvers staðar í kringum okkur, sem betur fer lenti þetta ekki í einhverjum. Þegar einhver gerir svona þá hugsar maður að það sé eitthvað að.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Í gær

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Í gær

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi