fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
433Sport

Solskjær í góðu sambandi við Haaland – „Við sjáum hvað gerist“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United segist halda sambandi sínu við Erling Braut Haaland framherja Borussia Dortmund.

Dortmund hafði betur gegn United og fleiri liðum fyrir rúmu ári síðan þegar Haaland yfirgaf Red Bull Salzburg. Margir töldu að gott samband Solskjær og Haaland yrði til þess að framherjinn myndi velja Manchester United.

Haaland sem er tvítugur lék undir stjórn Solskjær hjá Molde og hafa þeir haldið sambandi síðan. „Þegar þú ert með krakka og leikmenn sem þjálfari, þá fylgist þú alltaf með þeim út ferilinn,“ sagði Solskjær.

Líkur eru á að Haaland fari frá Dortmund í sumar og það er talið næsta víst að hann fari ef Dortmund mistekst að komast inn í Meistaradeildina.

„Ég held sambandi við Erling, það er frábært að sjá hversu öflugur leikmaður hann hefur orðið,“ sagði Solskjær.

Manchester United, Manchester City, Chelsea, Liverpool, Real Madrid, Barcelona og fleiri lið munu vafalítið reyna að kaupa Haaland, verði hann til sölu í sumar.

„Hann er leikmaður Dortmund og ég óska honum góðs gengis, við sjáum hvað gerist í framtíðinni.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Högg í maga Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bruno: „Nú er kominn tími á að taka næsta skref“

Bruno: „Nú er kominn tími á að taka næsta skref“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Evrópudeildin: Manchester United og Arsenal áfram í undanúrslit – Emery mætir aftur á Emirates Stadium

Evrópudeildin: Manchester United og Arsenal áfram í undanúrslit – Emery mætir aftur á Emirates Stadium
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áslaug Arna tók Lagerback í yfirheyrslu – „Ég er ekki bara að segja þetta þegar ég tala við þig“

Áslaug Arna tók Lagerback í yfirheyrslu – „Ég er ekki bara að segja þetta þegar ég tala við þig“
433Sport
Í gær

Velta því fyrir sér hvort Gylfi Þór fái aukna samkeppni í sumar

Velta því fyrir sér hvort Gylfi Þór fái aukna samkeppni í sumar
433Sport
Í gær

Fullyrðir að United sé komið vel á veg í viðræðum um kaup á Varane

Fullyrðir að United sé komið vel á veg í viðræðum um kaup á Varane
433Sport
Í gær

Endalok Zlatan? – Mögulega á leið í þriggja ára bann

Endalok Zlatan? – Mögulega á leið í þriggja ára bann
433Sport
Í gær

Bjartsýnn á að málin fari að skýrast með Laugardalsvöll sem sé barn síns tíma og „Takmarki möguleika okkar á að komast á stórmót“

Bjartsýnn á að málin fari að skýrast með Laugardalsvöll sem sé barn síns tíma og „Takmarki möguleika okkar á að komast á stórmót“
433Sport
Í gær

Eiður Smári í ótrúlegum hópi manna hjá breska ríkissjónvarpinu

Eiður Smári í ótrúlegum hópi manna hjá breska ríkissjónvarpinu