Sunnudagur 07.mars 2021
433Sport

Treysti sér ekki í útför móður sinnar – Samúðarkveðjum rignir yfir Ronaldinho

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miguelina Eloi Assis dos Santos, móðir Ronaldinho var jörðuð í Brasilíu í gær. Ronaldinho var hins vegar ekki viðstaddur í jarðarför hennar.

Hún hafði háð erfiða baráttu við Covid-19 sjúkdóminn. Hún lést á laugardag og var jörðuð í gær, Ronaldinho upplifi mikla sorg og treysti sér ekki að ganga síðasta spölinn með móður sinni.

Hún hafði verið lögð inn á Mae de Deus spítalann í Porto Alegre í desember og náði sér ekki eftir að hafa greinst með veiruna. .

Ronaldinho er einn dáðasti knattspyrnuleikmaður í sögu Barcelona og lék einnig með liðum á borð við AC Milan, PSG og Atletico Mineiro í heimalandi sínu Brasilíu. Félagið sendi Ronaldinho hjartnæma samúðarkveðju á samfélagsmiðlinum Twitter í dag.

Samúðarkveðjum hefur rignt yfir Ronaldinho en ein af þeim kom frá Lionel Messi. „Ronnie, ég get ekkert sagt. Ég trúi þessu ekki, sendi styrk og stórt faðmlag á þig og alla fjölskylduna. Hvíldu í friði,“ skrifaði Messi til Ronaldinho

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

David Beckham er grunaður um svindl og svínarí

David Beckham er grunaður um svindl og svínarí
433Sport
Í gær

Víkingur slátraði Fram – Breiðablik ekki í neinum vandræðum í Egilshöll

Víkingur slátraði Fram – Breiðablik ekki í neinum vandræðum í Egilshöll
433Sport
Í gær

Er þetta ástæðan fyrir hruni Liverpool á Anfield? – Stuðningsmaður með kenningu um liti

Er þetta ástæðan fyrir hruni Liverpool á Anfield? – Stuðningsmaður með kenningu um liti
433Sport
Í gær

United tók 10 milljarða í lán – Hagnaður en skuldir hækka mikið

United tók 10 milljarða í lán – Hagnaður en skuldir hækka mikið
433Sport
Í gær

Sturluð samsæriskenning – Eru stjörnur Liverpool í hatrömu stríði?

Sturluð samsæriskenning – Eru stjörnur Liverpool í hatrömu stríði?
433Sport
Í gær

Leitar að manninum sem lekur öllu í fjölmiðla – Allt sauð upp úr fyrr í vikunni

Leitar að manninum sem lekur öllu í fjölmiðla – Allt sauð upp úr fyrr í vikunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reiður íslenskur landsliðsmaður vekur athygli á samfélagsmiðlum – „Skítur“

Reiður íslenskur landsliðsmaður vekur athygli á samfélagsmiðlum – „Skítur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea hafði betur gegn Liverpool – Englandsmeistararnir í vandræðum

Chelsea hafði betur gegn Liverpool – Englandsmeistararnir í vandræðum