Sunnudagur 07.mars 2021
433Sport

Maðurinn með skiltið í gær vakti mikla athygli

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 08:32

BT Sport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tók á móti Newcastle United í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Manchester United en leikið var á heimavelli liðsins, Old Trafford. Marcus Rashford kom Manchester United yfir í leiknum með marki á 30. mínútu.

Sex mínútum síðar jafnaði Allan Saint-Maximin, metin fyrir Newcastle og stóðu leikar því í hálfleik, 1-1. Daniel James kom Manchester United yfir með marki á 57. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Það var síðan Bruno sem innsiglaði 3-1 sigur Manchester United með marki úr vítaspyrnu á 75. mínútu.

Getty Images

Manchester United er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 49 stig. Á forsíðum enskra blaða í dag er hins vegar mest rætt um manninn sem sá um skiltið til að skipta leikmönnum Manchester United inn á völlinn.

COVID-19 smit hefur greinst hjá þjálfarateymi liðsins og því þurfti Ole Gunnar Solskjær að finna sér nýja aðstoðarmenn í gær. Varamarkvörðurinn Lee Grant var á meðal þeirra, hann sá um skiltið þegar Solskjær vildi gera breytingar á liði sínu.

Grant er líklega á sínu síðasta tímabili sem leikmaður en taldar eru líkur á að hann fái þjálfarastarf hjá félaginu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

David Beckham er grunaður um svindl og svínarí

David Beckham er grunaður um svindl og svínarí
433Sport
Í gær

Víkingur slátraði Fram – Breiðablik ekki í neinum vandræðum í Egilshöll

Víkingur slátraði Fram – Breiðablik ekki í neinum vandræðum í Egilshöll
433Sport
Í gær

Er þetta ástæðan fyrir hruni Liverpool á Anfield? – Stuðningsmaður með kenningu um liti

Er þetta ástæðan fyrir hruni Liverpool á Anfield? – Stuðningsmaður með kenningu um liti
433Sport
Í gær

United tók 10 milljarða í lán – Hagnaður en skuldir hækka mikið

United tók 10 milljarða í lán – Hagnaður en skuldir hækka mikið
433Sport
Í gær

Sturluð samsæriskenning – Eru stjörnur Liverpool í hatrömu stríði?

Sturluð samsæriskenning – Eru stjörnur Liverpool í hatrömu stríði?
433Sport
Í gær

Leitar að manninum sem lekur öllu í fjölmiðla – Allt sauð upp úr fyrr í vikunni

Leitar að manninum sem lekur öllu í fjölmiðla – Allt sauð upp úr fyrr í vikunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reiður íslenskur landsliðsmaður vekur athygli á samfélagsmiðlum – „Skítur“

Reiður íslenskur landsliðsmaður vekur athygli á samfélagsmiðlum – „Skítur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea hafði betur gegn Liverpool – Englandsmeistararnir í vandræðum

Chelsea hafði betur gegn Liverpool – Englandsmeistararnir í vandræðum