Föstudagur 26.febrúar 2021
433Sport

Endurhæfing Raul Jimenez gengur vel – Byrjaður að æfa

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 18:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raul Jimenez, framherji Wolves, er byrjaður að æfa aftur eftir að hafa höfuðkúpubrotnað í leik með liðinu á síðasta ári.

Raul Jimenez meiddist í leik gegn Arsenal er hann skall saman við David Luiz, varnarmann Lundúnaliðsins með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði.

Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves, staðfesti að Jimenez væri farinn að æfa aftur úti og hefur geta tekið þátt í æfingum.

„Hann er aðeins byrjaður að æfa með okkur úti. Hann er að taka miklum framförum en við þurfum að fara varfærnislega með hann og fylgja settum reglum í kjölfar slíkra meiðsla,“ sagði Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves.

Talið var í upphafi að Jimenez myndi ekki leika meira með liðinu á tímabilinu en Nuno hefur áður sagt að hann sé bjartsýnn á að Jimenez geti leikið með liðinu fyrir lok tímabilsins.

GettyImages
GettyImages
GettyImages
Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ancelotti vill vera sem lengst hjá Everton sem sér fram á spennandi tíma

Ancelotti vill vera sem lengst hjá Everton sem sér fram á spennandi tíma
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líkur á að Evrópumótið verði fært yfir til Englands í sumar

Líkur á að Evrópumótið verði fært yfir til Englands í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu Hemma Hreiðars í átökum í gær – „Slagsmál eru ein besta leiðin til að kynnast fólki“

Sjáðu Hemma Hreiðars í átökum í gær – „Slagsmál eru ein besta leiðin til að kynnast fólki“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Balotelli kastaði pílum í átt að Gunnari: „Maður hugsar að það sé eitthvað að“

Balotelli kastaði pílum í átt að Gunnari: „Maður hugsar að það sé eitthvað að“