fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Sendir pillu á Þórólf og regluverk Svandísar – Í lagi að vera fullur á barnum en ekki í lagi að horfa á börnin

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 07:59

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, MYND/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þér er treystandi til að vera fullur á bar en ekki til að vera á íþróttakappleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport um þær takmarkanir sem nú gilda í samfélaginu vegna COVID-19 veirunnar, sem varla er þó til staðar á Íslandi um þessar mundir.

Ný reglugerð um sóttvarnir tók gildi á mánudag en átti að taka gildi 17. febrúar. Ráðist var í tilslakanir fyrr vegna fárra innanlandssmita undanfarið. Nýja reglugerðin gildir í þrjár vikur.

Íþróttaáhugafólk furðar sig verulega á regluverkinu sem nú hefur verið sett fram, engir áhorfendur verða leyfðir á íþróttakappleikjum. Í reglugerð segir. „Íþróttakeppni barna og fullorðinna verði heimilar án áhorfenda. Hámarksfjöldi í hólfi
hjá börnum og fullorðnum verði 50 manns.“

Á sama tíma eru 150 manns leyfðir í hvert sóttvarnarhólf þegar leiksýningar fara fram, þetta vekur furðu íþróttahreyfingarinnar.

Henry  Birgir segir það ekki halda vatni að í lagi sé að fara á barinn en það sé ekki í boði að horfa á kappleiki hjá börnunum sínum. „Það er búið að opna barina, fjölga í leikhúsunum, en ekki verið að hleypa áhorfendum í íþróttahús eða foreldrum á leiki hjá börnunum sínum.“

Henry segir að íþróttir virðist vera afgangsstærð í samfélaginu á nýjan leik. „Það sem að slær mig við þetta er að í þessu ferli virðast íþróttir enn og aftur vera afgangsstærð þegar það er verið að ákveða sóttvarnareglur og breytingar á þeim. Við höfum séð að íþróttir eru mjög aftarlega á merinni þegar kemur að ákvarðanatökunni og stundum hef ég á tilfinningunni að Þórólfur og Svandís viti ekki hvað íþróttir eru. Þær bara eru ekki til umræðu. Algjör afgangsstærð,“ segir Henry Birgir sem ræddi málið við Kjartan Atla og Rikka G í hlaðvarpsþættinum, Sportinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur
433Sport
Í gær

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum