fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Kynferðisofbeldismál tengd dómara og starfsmanni yngri landsliða Íslands komu á borð KSÍ

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 19:00

Frá fundi úttektarnefndar ÍSÍ í dag / Mynd: Eyþór Árnason/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö kynferðisbrotamál af þeim fjórum sem úttektarnefnd ÍSÍ segir að KSÍ hafi haft vitneskju um eru annars vegar tengd dómara á vegum sambandsins og hins vegar tengd starfsmanni yngri landsliða sambandsins. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndarinnar sem var birt í dag.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem úttektarnefndin hefur aflað hefur KSÍ frá árinu 2010 fengið ábendingar eða tilkynningar um tvö mál ótengd landsliðsmönnum íslands í knattspyrnu sem varða kynferðisofbeldi. Annað málið mun varða knattspyrnudómara sem hafi hlotið dóm fyrir nauðgun en sá einstaklingur mun tafarlaust hafa verið látinn hætta dómgæslu í kjölfar þess að dómur um sakfellingu kom til vitneskju KSÍ

Beiðni mannsins um að hann fengi að dæma leiki á meðan mál hans væri í áfrýjunarferli var hafnað af hálfu KSÍ og hefur hann ekki dæmt leiki síðan fyrir sambandið.

Hitt málið mun varða hegðun einstaklings sem sinnti tímabundnu verkefni sem verktaki í keppnisferð eins af yngri landsliðum Íslands og beindist að starfsmanni hótels sem liðið dvaldi á. Sá verktaki mun ekki hafa sinnt neinum verkefnum fyrir KSÍ eftir að sambandið fékk vitneskju um málið.

Auk þess er nefndinni kunnugt um tvö mál frá árinu 2010 þar sem KSÍ hefur þurft að taka á kynferðislegri áreitni af hálfu einstaklings sem sinnt hefur verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á vegum KSÍ. Þar sem umboð úttektarnefndarinnar náði einungis til þess að fjalla um vitneskju innan stjórnar og starfsmanna KSÍ um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi telur nefndin ekki rétt að fjalla sérstaklega um atvik þeirra mála í þessum kafla skýrslunnar.

Þann 22. september síðastliðinn skipaði ÍSÍ nefnd til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum og landsliðum Íslands. Nefndin hefur nú lokið störfum og skilað af sér niðurstöðum

„Nefndin telur ljóst að KSÍ hafði brugðist við í þremur þessara mála, annaðhvort með því að leikmaður var sendur heim úr landsliðsverkefni eða því að viðkomandi starfaði ekki aftur fyrir KSÍ,“ segir í umfjöllun nefndarinnar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Í gær

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Í gær

Endar Martial hjá liði í London?

Endar Martial hjá liði í London?