fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
433Sport

Yfirmaður Grétars Rafns á förum – Verið mikið gagnrýndur

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 15:21

Frá Goodison Park, heimavelli Everton. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcel Brands, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, er að fara frá félaginu ef marka má Simon Mullock, blaðamann Sunday Mirror.

Brands hefur verið harkalega gagnrýndur af stuðningsmönnum Everton síðustu misseri. Leikmannakaup undanfarin ár hafa mörg hver ekki gengið upp þrátt fyrir að háum fjárhæðum hafi verið eytt.

Þá hefur gengi Everton á leiktíðinni ekki verið gott. Liðið situr í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki unnið í átta leikjum í röð.

Grétar Rafn Steinsson starfar sem yfirnjósnari Everton í Evrópu. Brands er því yfirmaður hans sem stendur. Grétar hefur sinnt starfinu frá árinu 2018. Hann var þar áður yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm
433Sport
Í gær

Dreymir um að komast til Real Madrid

Dreymir um að komast til Real Madrid
433Sport
Í gær

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski