fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
433Sport

Gummi Ben hefur miklar áhyggjur af lekanum í Laugardal – ,,Það þarf að finna þá aðila“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok síðasta mánaðar nýtti stjórn Knattspyrnusambands Íslands sér uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára Guðjohnsen og var hann þar með látinn fara sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands.

Þetta var til umræðu í Sportvikunni, glænýjum sjónvarpsþætti á Hringbraut þar sem Benedikt Bóas Hinriksson er við stýrið. Guðmundur Benediktsson var gestur í fyrsta þætti ásamt Herði Snævari Jónssyni, sérfræðingi þáttarins.

,,Í fyrsta lagi er þetta búið að vera erfitt ár innan og utan vallar. Þessi ákvörðun sem þjálfarinn tekur og styður var greinilega nauðsynleg. Eins og hann talar um, þetta er gríðarlega erfið ákvörðun fyrir Arnar Þór Viðarsson. Þeir eru góðir vinir og hafa verið lengi. Það þarf eitthvað mikið að vera að til að hann taki þessa ákvörðun og það hlýtur að vera rétta ákvörðunin. Hvað nákvæmlega hefur gengið á vitum við ekki og fáum líklega aldrei að vita,“ sagði Gummi Ben.

Vanda Sigurgeirsdóttir var gagnrýnd fyrir að mæta ekki í viðtöl daginn eftir brottrekstur Eiðs. Guðmundur sagðist ekki hafa áhyggjur af því heldur mun frekar að upplýsingum af stjórnarfundi KSÍ þar sem ákvörðunin var tekin virðist hafa verið lekið. Þ. e. hverjir á fundinum hafi viljað halda Eiði og hverjir ekki.

,,Vanda fékk mest af skömmum fyrir að það væri verið að henda þessu seint inn og mæta svo ekki í viðtöl. En ég hef miklu meiri áhyggjur af því að það sé einhver leki úr stjórn knattspyrnusambandsins. Ég hef mestar áhyggjur af því, miklu frekar en hvort að Vanda er í viðtali daginn eftir. Það þarf að finna þá aðila sem eru að leka úr stjórninni.“ 

,,Ég er ekkert frekar Vöndu-maður en eitthvað annað. En hún á eftir að gera mistök eins og Guðni og Eggert og Geir og allir hafa gert sem hafa verið að stjórna knattspyrnusambandinu.“

,,Það gleymist nú að þessir karlar gerðu líka mistök,“ skaut Benedikt Bóas inn í.

video

Arnar Þór er nú í leit að aðstoðarþjálfara. Hann vill að hann sé íslenskur og að hann hafi svipaðar hugmyndir um leikstíl landsliðsins og hann sjálfur. Hörður Snævar Jónsson sagði í þættinum að liðið þurfi þó að breyta leik sínum frá síðustu undankeppni undir stjórn Arnars.

,,Íslenska landsliðið á ekki að spila fótbolta eins og þeir gerðu á þessu ári. Opnir til baka og fengu á sig mikið af skyndisóknum. Mér fannst uppleggið á köflum mjög bjánalegt í ár en landsliðsþjálfarinn starfaði við aðstæður sem enginn annar hefur þurft að starfa við. Hann þurfti að búa til nýtt lið á 5 mínútum. Hann þurfti og notaði 34 leikmenn í þessari undarkeppni, sem er met. Það segir ýmislegt um stöðuna.“

Guðmundur efast ekki um að Arnar eigi eftir að taka framförum sem þjálfari.

,,Ég held að Arnar Þór Viðarsson eigi eftir að verða miklu betri þjálfari en hann er í dag. Hann er mjög reynslulítill þjálfari. Hann og Eiður eru mjög reynslulitlir og eru settir í risastórt verkefni. Ég veit um rosa fáa í heiminum sem ganga nánast inn í sitt fyrsta starf sem landsliðsþjálfarar og það gangi eins og allt sé eðlilegt. Mér fannst þetta mjög skrýtin ráðning í upphafi. Að fá svona reynslulitla þjálfar. Arnar hafði jú þjálfar 21 árs landsliðið. Hann hafði tekið á milli hjá Lokeren og Cercle Brugge, þar sem hann var til bráðabirgða. Eiður var búinn að vera þrjá mánuði hjá FH.“

,,Ef ég ætti að ráðleggja Arnari þá myndi ég segja að það verði að vera einhver mjög reynslumikill,“ sagði Gummi Ben að lokum um aðstoðarþjálfarastöðuna sem er laus.

Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni.

video
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm
433Sport
Í gær

Dreymir um að komast til Real Madrid

Dreymir um að komast til Real Madrid
433Sport
Í gær

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski