fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
433Sport

Gummi Ben botnar ekkert í hegðun Patriks um síðustu helgi – ,,Ekki eitthvað sem þú leysir einn, tveir og þrír“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 10:00

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótrúlegt atvik átti sér stað í norska boltanum um síðustu helgi þegar Viking og Kristiansund áttust við.

Undir lok leiks, sem Viking vann 2-3, kom upp furðulegt atvik. Patrik Gunnarssyni og David Brekalo, leikmönnum Viking, lenti þá saman með þeim afleiðingum að Brekalo stjakaði við Patrik sem henti sér niður. Brekalo fékk rautt spjald fyrir uppákomuna.

Eftir leik birti Viking mynd af þeim Patrik og Brekalo þar sem þeir virtust hafa náð sáttum.

Atvikið var til umræðu í Sportvikunni, glænýjum sjónvarpsþætti á Hringbraut þar sem Benedikt Bóas Hinriksson er við stýrið. Guðmundur Benediktsson var gestur í fyrsta þætti ásamt Herði Snævari Jónssyni, sérfræðingi þáttarins.

,,Þetta er það furðulegasta sem ég hef séð lengi. Ég er ennþá að leita að vídeói til að sjá hvað varð til þess að þeim varð svona heitt í hamsi,“ sagði Gummi Ben. ,,Ég bara skil þetta ekki,“ bætti hann svo við.

video

Benedikt Bóas kaupir ekki að menn hafi náð sáttum strax eftir leik. ,,Ég get ekki ímyndað mér að menn séu sáttir. Ég held að þessi varnarmaður sé ekki búinn að fyrirgefa honum.“

,,Hann (Brekalo) er að fara í leikbann. Þetta er ekki eitthvað sem þú leysir einn, tveir og þrír. Ég verð að fá útskýringu á hvernig Patrik datt þetta í hug,“ sagði Gummi Ben.

Þáttin í heild má sjá hér fyrir neðan.

video
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu

Enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn heldur út til Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar

Sjáðu myndirnar: Heimatreyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið á netið? – Skírskotun til fortíðar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm

Áfrýjun fyrrum leikmanns Manchester City í nauðgunarmáli hafnað – Fékk níu ára dóm
433Sport
Í gær

Dreymir um að komast til Real Madrid

Dreymir um að komast til Real Madrid
433Sport
Í gær

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski

Bayern gerir undantekningu í samningamálum fyrir Lewandowski